Mengi

Ár
Fjárhæð
Svæði
Samstarfsaðilar
2020 -
Ongoing
Ísland

Mengi

Tónlistarsenan á Íslandi er stór, litrík og lifandi. Einn af þeim stöðum sem tekið er eftir er listamannarýmið Mengi á Óðinsgötu 2, en það er fjölnota rými sem rekið er af listamönnum. Undanfarin fimm ár hefur Mengi staðið fyrir gífurlega fjölbreyttum tónleikum og listaviðburðum og hefur skipað sér sess sem mikilvægur vettvangur fyrir listviðburði af ýmsum toga. Mengi er ekki rekið í hagnaðarskyni heldur er um að ræða hugsjónafélag þar sem tilgangurinn er að stuðla að nýsköpun og grasrót og að hlúa að arfleifð skapandi lista, hugsunar og samstarfs.

Aurora gekk til samstarfs við Mengi á árinu 2018 þegar Mengi hýsti viðburð á vegum Auroru og 1+1+1 þegar ný lína undir merki Sweet Salone var kynnt á Hönnunarmars.

Nú hafa Aurora og Mengi gengið til samstarfs næstu tvö árin. Aurora mun styrkja Mengi á tímabilinu júní 2020 til júní 2022 og Mengi mun hýsa nokkra viðburði á vegum Auroru á sama tímabili.