Vel heppnuð opnun Sweet Salone & 1+1+1

15.03.18

Í gær opnaði á HönnunarMars, sýning á nýrri vörulínu sem hönnuð var af íslensk-finnsk-sænska hönnunarteyminu 1+1+1 og framleidd af handverksfólki frá Sierra Leone. Samvinna handverskfólksins og hönnuðanna er afrakstur verkefnisins Sweet Salone, sem Aurora velgerðarsjóður hóf árið 2017.

Fullt var út úr dyrum og salan á vörunum fór frábærlega af stað. Samstarfið milli Aurora, íslenskra hönnuða og handverksfólks í Sierra Leone hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs og vöruþróunar í gegnum þetta verkefni sem skapað hefur atvinnu í Sierra Leone og tengt saman Sierra Leone og Ísland, þau lönd sem starfsemi Aurora fer fram í.

Vörurnar verða áfram til sölu í versluninni Geysir Heima. Einnig er hægt að hafa samband við okkur hjá Aurora velgerðasjóði ef fólk vill kynna sér verkefnið eða vörurnar betur. aurorafoundation@aurorafoundation.is