Vel heppnuð opnun Sweet Salone & 1+1+1

15.03.18

Í gær opnaði á HönnunarMars, sýning á nýrri vörulínu sem hönnuð var af íslensk-finnsk-sænska hönnunarteyminu 1+1+1 og framleidd af handverksfólki frá Sierra Leone. Samvinna handverskfólksins og hönnuðanna er afrakstur verkefnisins Sweet Salone, sem Aurora velgerðarsjóður hóf árið 2017.

Fullt var út úr dyrum og salan á vörunum fór frábærlega af stað. Samstarfið milli Aurora, íslenskra hönnuða og handverksfólks í Sierra Leone hefur farið fram úr okkar björtustu vonum. Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs og vöruþróunar í gegnum þetta verkefni sem skapað hefur atvinnu í Sierra Leone og tengt saman Sierra Leone og Ísland, þau lönd sem starfsemi Aurora fer fram í.

Vörurnar verða áfram til sölu í versluninni Geysir Heima. Einnig er hægt að hafa samband við okkur hjá Aurora velgerðasjóði ef fólk vill kynna sér verkefnið eða vörurnar betur. aurorafoundation@aurorafoundation.is

 

 

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...

Container shipment to Europe

Container shipment to Europe

On April 24th and 25th, The Aurora Foundation team worked together to pack a container bound for Europe. It required careful planning and many hands to ensure that each item met Sweet Salone's standards. With attention to detail, the container was closed on April 25th...

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Making a Difference with Handmade Sierra Leonean Home Decor www.sweet-salone.com The Sweet Salone Webshop is an online platform that offers 100% handmade Sierra Leonean home decor products to customers around the world. This new venture is not only an excellent...