Fisklöndunarstöðvar í Sierra Leone

Ár
Fjárhæð
Svæði
2015-2018
ISK 34.000.000
Sierra Leone

Fjórar fiskvinnslu- og löndunarstöðvar (staðsettar í Goderich, Tombo, Shenge og Bonth) voru byggðar árið 2010 af African Develepment Fund (ADF) til að efla sjávarútveg í landinu. Þrátt fyrir góð fyrirheit hafa þær staðið ónotaðar síðan þá.

Í kjölfar útboðs undirritaði Aurora velgerðasjóður, í samstarfi við KIMI SARL, 10 ára svokallaðan Public-Private Partnership-samning (PPP). Samningurinn er í reynd samstarf einkaframtaks, velgerðastarfs og stjórnvalda um þróunarstarf, fjárfestingu og nýsköpun í sjávarútvegi í Sierra Leone. Gert er ráð fyrir að heimamenn sjálfir taki við rekstri löndunarstöðvanna að samningstíma loknum.

Á vettvangi stöðvanna er lögð áhersla á að efla þekkingu sjómanna á veiðiaðferðum, vinnslu á sjávarfangi í landi og dreifingu þess á markað. Helsta markmiðið er að finna leiðir til að hagnýta fiskiauðlindir landsins á sem sjálfbærastan hátt og auka virði aflans um leið. Á sama tíma standa væntingar til þess að auka framboð á fiski fyrir íbúa Sierra Leone sem er ein fátækasta þjóð heims. Fiskur er í dag ein undirstaða prótínneyslu þjóðarinnar. Ráðgert er að um 400 manns muni starfa við stöðvarnar fjórar þegar þær verða komnar í fulla notkun.

IMG_9434

Öflugt og sjálfbært atvinnulíf er hverri þjóð mikilvægt og standa vonir til þess að verkefnið muni styrkja undirstöður hagkerfis Sierra Leone til framtíðar. Verkefnið gæti orðið fyrirmynd annarra svipaðra verkefna til eflingar atvinnulífs í landinu.

IMG_7737

Nýtt fyrirtæki hefur verið stofnað um rekstur stöðvanna og hefur það hlotið nafnið Neptune.

neptune