Dapurlegar fréttir af fiskimiðum Vestur Afríku

22.09.16

Dagblaðið The Independent stundar nú rannsóknarblaðamennsku á ískyggilegu vandamáli sem mörg Vestur-Afríkuríki glíma við en um er að ræða nýtingu aflaverðmæta til bræðslu og dýraeldis í stað manneldis. Aurora velgerðasjóður starfar nú að viðamiklu sjávarútvegsverkefni í Sierra Leone sem miðar einmitt að því að berjast gegn neikvæðum áhrifum erlendra ríkja í fiskvinnslu Vestur-Afríkuríkja með því að byggja upp þekkingu á veiðum og vinnslu – en þið getið lesið um það verkefni hér.

Matvælaöryggi í Vestur-Afríku er stefnt í voða með því að nýta fisk sem nauðsynlegur er til manneldis til dýraeldis með því aðbræða hann í fiskimjöl og flytja til Vesturlanda. Neytendur á Vesturlöndum hafa oft litla hugmynd um að fiskimjöl er vinsælt dýrafóður, meðal annars fyrir svín, kjúklinga og lax þar sem það er einn besti próteingjafinn fyrir dýrin líka.

Þessi vandi hefur verið viðvarandi um árabil en versnar stöðugt. Í frétt The Independent kemur fram að lífrænn massi í sjónum við Senegal hafi hrunið úr milljón tonnum í fjögurhundruðþúsund tonn. Og að víða sé afli aðeins fjórðungur af því sem hann var fyrir áratug.

Með því að byggja upp þekkingu á veiðum og vinnslu, eins og Aurora velgerðasjóður gerir í Sierra Leone, er hægt að viðhalda eða auka próteinneyslu þjóðarinnar, stuðla að því að heimamenn geti sótt sjóinn í samkeppni við erlend skip og auka velmegun sem dregur úr fýsileika þess að bræða fiskinn í mjöl.

Matvælaöryggi er ennfremur einn mikilvægasti þátturinn til að koma á stöðugleika í heimshlutanum, öllum til góða.

Get to know Bai Conteh from Cohort 5 – Aurora Impact

Get to know Bai Conteh from Cohort 5 – Aurora Impact

Bai Conteh, a member of Cohort 5 at Aurora Impact, embodies the qualities of an entrepreneur wholeheartedly. Through his unwavering commitment and thirst for knowledge, Bai has not only overcome the challenges of operating in a volatile economic climate but has also...

3 day CANVA training!

3 day CANVA training!

The 3-day Canva training took place from 30th May to 1st of June 2023 at Aurora Foundation. The training was facilitated by Kharifa Abdulai Kumara and his team from DreamDay Technology. The main objective of the training was to provide participants with the necessary...

Meet Sia from Aurora Impact’s Cohort 5!

Meet Sia from Aurora Impact’s Cohort 5!

In the realm of business and health, there are individuals who possess a fervent passion for both. Sia Ann-Marie Yajah, the founder of Indulge SL Limited, epitomizes this unique combination. With her unwavering commitment to personal and professional growth, Sia is...