Tveggja mánaða tímabili nemenda frá Listaháskóla Íslands í Freetown er hafið!

24.01.22

Nemendur frá Listaháskóla Íslands eru komnir til Freetown og munu þau dvelja hér og læra og vinna næstu tvo mánuði, en þetta verkefni er styrkt af Erasmus+. Eva María Árnadóttir, sviðsforseti arkitektúrs, hönnunar og myndlistar við Listaháskólann, kom með þeim í upphafi mánaðar, en hún heldur utan um þetta verkefni fyrir hönd Listaháskólans.

Þau Guðrún, Kamilla og Þorlákur, nemendur í annars vegar vöruhönnun og hins vegar arkitektúr við Listaháskóla Íslands komu til Freetown fyrir rúmum tveimur vikum og hafa nú þegar tekið þátt í ýmsum verkefnum. Þau héldu meðal annars utan um vikulangt námskeið í Lettie Stuart Pottery Centre í síðustu viku þar sem þau unnu með keramikerunum að teikningu og sköpunaraðferðum fyrir keramikgerð. Þau heimsóttu einnig Brama town og kynntust þar vefurunum, sem vefa allar körfur og lampa fyrir Sweet Salone verkefni Auroru. Þar lærðu þau hvernig bambusinn er undirbúinn og svo notaður í vefnaðinn og fengu þau að spreyta sig við sína eigin körfugerð. Þau hafa einnig hitt fjöldan allan af handverksfólki og heimsóttu helstu markaði Freetown.

Þau heimsóttu einnig Izelia, sem er Sierra Leonísk fatahönnunar brand, þar sem þau hittu fyrir Isatu Harrison, stofnanda Izelia. En þau munu vinna með henni og halda námskeið með klæðskerum Izelia á næstunni. Nemendurnir munu einnig taka þátt og leiða ýmis námskeið sem falla undir Aurora Impact sem við munum deila frá á næstunni.

Eva hefur nú kvatt okkur og var för hennar heitið aftur til Íslands, en við erum henni ákaflega þakklát fyrir hennar framlag og samstarf undanfarin tvö ár. Við erum einstaklega ánægð með að hún hafi getað komið hingað og hitt okkur og eytt tíma með fyrrum Sierra leónískum nemendum sínum hér í Freetown. En Eva kom hingað fyrir tveimur árum ásamt Tinnu Gunnarsdóttur, prófessor í vöruhönnun við sama listaháskóla (hér er hægt að lesa sér til um það) þar sem þær héldu námskeið og lögð grunn að komu nemenda frá Listaháskólanum til Freetown. Listaháskólanemendurnir, Kamilla, Guðrún og Láki, eru hins vegar rétt að hefja sinn tíma hér og á næstu vikum munuð þið sjá meira frá þeim hér og á samfélagsmiðlum okkar þar sem við munum deila frá þeim spennandi verkefnum sem þau taka að sér!

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...

Container shipment to Europe

Container shipment to Europe

On April 24th and 25th, The Aurora Foundation team worked together to pack a container bound for Europe. It required careful planning and many hands to ensure that each item met Sweet Salone's standards. With attention to detail, the container was closed on April 25th...

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Making a Difference with Handmade Sierra Leonean Home Decor www.sweet-salone.com The Sweet Salone Webshop is an online platform that offers 100% handmade Sierra Leonean home decor products to customers around the world. This new venture is not only an excellent...