Nýtt ár, ný námskeið!

20.01.20

Við hefjum nýja árið með dúndur krafti!

Síðastliðnar tvær vikur hafa Eva María Árnadóttir og Tinna Gunnarsdóttir verið að kenna tvö námskeið í Síerra Leóne. Á meðan Eva var að kenna fatahönnunarnámskeið í sjálfbærni og sköpunargáfu á skrifstofunni okkar í Freetown var Tinna að kenna námskeið á Lettie Stuart keramikverkstæðinu þar sem áherslan var að tjá sig og hugsa út fyrir kassann.

Fatahönnunarnámskeiðið var haldið á skrifstofunni okkar í Freetown. Eva hóf námskeiðið á því að efla sköpunaferlið með því að búa til mood boards og teikna og skissa.

Í framhaldinu áttu nemendurnir að hanna nýja flík eða fylgihlut. Auk þess kenndi Eva nemendunum hvernig markaðssetja á vörur og hvernig best er að ná til ákveðinna markhópa í gegnum t.d. samfélagsmiðla.

Á meðan Eva var að kenna á námskeiðinu í Freetown, ferðaðist Tinna til Waterloo á hverjum degi. Hóf hún námskeiðið sitt með æfingum í að auka sköpunargleðina og notaðist hún mikið við liti og málningu.

Í gegnum námskeiðið færðist svo áherslan á að þróa eitthvað nýtt úr leirnum og á rennibekknum. Útkoman var stórkostleg og endaði námskeiðið á magnaðri sýningu með vörum sem nemendurnir bjuggu til.

 

Bæði námskeiðin voru studd af Erasmus+ og voru þau samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Auroru.

 

The Journey of Jenneh Foday

The Journey of Jenneh Foday

                                                                                                                                                                                        In Sierra Leone, the journey of women entrepreneurs is often met with...