Nýtt ár, ný námskeið!

20.01.20

Við hefjum nýja árið með dúndur krafti!

Síðastliðnar tvær vikur hafa Eva María Árnadóttir og Tinna Gunnarsdóttir verið að kenna tvö námskeið í Síerra Leóne. Á meðan Eva var að kenna fatahönnunarnámskeið í sjálfbærni og sköpunargáfu á skrifstofunni okkar í Freetown var Tinna að kenna námskeið á Lettie Stuart keramikverkstæðinu þar sem áherslan var að tjá sig og hugsa út fyrir kassann.

Fatahönnunarnámskeiðið var haldið á skrifstofunni okkar í Freetown. Eva hóf námskeiðið á því að efla sköpunaferlið með því að búa til mood boards og teikna og skissa.

Í framhaldinu áttu nemendurnir að hanna nýja flík eða fylgihlut. Auk þess kenndi Eva nemendunum hvernig markaðssetja á vörur og hvernig best er að ná til ákveðinna markhópa í gegnum t.d. samfélagsmiðla.

Á meðan Eva var að kenna á námskeiðinu í Freetown, ferðaðist Tinna til Waterloo á hverjum degi. Hóf hún námskeiðið sitt með æfingum í að auka sköpunargleðina og notaðist hún mikið við liti og málningu.

Í gegnum námskeiðið færðist svo áherslan á að þróa eitthvað nýtt úr leirnum og á rennibekknum. Útkoman var stórkostleg og endaði námskeiðið á magnaðri sýningu með vörum sem nemendurnir bjuggu til.

 

Bæði námskeiðin voru studd af Erasmus+ og voru þau samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Auroru.

 

Lettie Stuart Pottery School Exhibition

Lettie Stuart Pottery School Exhibition

We are delighted to share the resounding success of the recent Pottery School Exhibition held at Lettie Stuart Pottery in Waterloo on March 14th. The event, hosted by Aurora Foundation, was a vibrant celebration of the remarkable progress achieved by the students of...

Business Model Canvas training – IR Bootcamp

Business Model Canvas training – IR Bootcamp

On March 12th, the Aurora Foundation Training Center buzzed with entrepreneurial energy as we hosted a dynamic Business Model Canvas training session tailored for IR Bootcamp startup businesses. Facilitated by our adept Aurora Impact Programme Manager, Mavis Madaure,...

Successful compelition of ICT Webpage Development Overview Course

Successful compelition of ICT Webpage Development Overview Course

We are excited to share the successful conclusion of our recent 2-week ICT Web Development overview and outline course, finalized on February 27th at the Aurora Office Training Center. Participants joined us on February 12th for a week-long exploration of ICT Webpage...