Tölvur og fylgihlutir gefin til gagnfræðaskóla í Lunsar

23.02.22

Auroru barst beiðni fyrir nokkru síðan frá God’s Will Academy Junior Secondary School skólanum í Lunsar um að útvega tölvur fyrir skólann. Við ákváðum að svara kallinu og afhentum skólanum tölvur við viðhöfn í gær. Alls voru gefnar 7 borðtölvur, mýs og lyklaborð, ásamt 8 tölvuskjáum til skólans þar sem eru þrír bekkir og 10 kennarar en skólinn er í bænum Lunsar.


Ásamt starfsfólki skólans og börnunum voru viðstödd afhendingarathöfnina aðilar á vegum bæjarins og annarra félagasamtaka. Skólastjóri og stofnandi skólans tók við gjöfinni fyrir hönd skólans og Auroru þykir vænt um að geta aðstoðað með þessum hætti. Við vonumst til að skólinn nýti gjöfina sem best sér til góðs og munum við fylgja gjöfinni á eftir til að sjá hvenig hlutirnir þróast!


Við fengum senda þessa mynd með þeim fréttum að tölvurnar séu komnar í notkun af nemendum skólans!

Conteh Industries featured on Saidu Paul Show

Conteh Industries featured on Saidu Paul Show

                                     In a recent interview on the Saidu Paul Show on AYV, Bai Conteh — founder of Brook Clean Soap and one of our standout Startup Accelerator participants — shared his inspiring journey of resilience, innovation, and impact. While...

From Intern to Staff: Abigail Conteh’s Journey at Aurora Foundation

From Intern to Staff: Abigail Conteh’s Journey at Aurora Foundation

Aurora Foundation is pleased to share the story of Abigail Conteh, who has recently started a new role as Junior Communications Officer. Her journey from intern to staff member reflects our ongoing commitment to supporting young professionals and building long-term...

Sweet Salone – Impact Assessment 2024

Sweet Salone – Impact Assessment 2024

We are excited to present the impact assessment of Sweet Salone for the year 2024. This year marks a continued step forward in our mission to empower local artisans and foster sustainable design practices in Sierra Leone. Sweet Salone experienced two key areas of...