Sagan hans Kharifa Abdulai Kumara

25.03.22

Kharifa Abdulai Kumara tók þátt í öðrum árgangi StartUP (áður pre-accelerator) hjá Aurora Foundation og hefur síðan þá náð ótrúlegum áföngum. Kharifa tók sér tíma til þess að setjast niður með okkur og fara yfir reynslu sína af StartUP og segja okkur frá velgengnisferðalagi sínu. Sagan er góð, við þökkum Kharifa fyrir innblásturinn og tímann sem hann gaf sér. Við deilum hér með ykkur örsögu og áfangasigrum Kharifa. 

Þegar Kharifa skráði sig í StartUP sagðist hann aðeins hafa haft  hugmynd um hvað hann langaði að þróa, en að StartUP hafi hjálpað honum að móta og þróa hugmyndina, í kjölfarið framkvæmdi Kharifa hugmyndina. Hann stofnaði fyrirtækið DreamDay Technology Limited sem er rafrænn náms-og rafbókasafnsgagnagrunnur. Hann er stofnandi sem og forstjóri þessa ört vaxandi fyrirtækis, en í dag er hann með fjóra starfsmenn. Hann segir að ein helsta árkorunin sem hafi mætt honum hafi verið að koma vörunni á markað, en tekur fram að StartUP hafi hjálpað honum mikið að komast í gegnum þá áskorun.  

 Kharifa skráði DreamDay Technology Limited sem einkafyrirtæki árið 2020. Hann vinnur nú að því að koma á samstarfi við starfsmannaráðgjöf með ráðningakerfi sem verður þá viðbót við rafræna náms- og rafbókasafnsgagnagrunninn sem fyrirtækið samanstendur af í dag. Kharifa þakkar Aurora fyrir þekkinguna og reynsluna sem hann öðlaðist í gegnum StartUP. Hann segir að skrefin frá hugmynd að veruleika séu mörg og ansi ólík. Hann þakkar Aurora  fyrir stuðningin og þekkinguna sem hann öðlaðist í gegnum StartUP, það hafi auðveldaði ferðalagið frá hugmynd að veruleika. 

 Í Desember síðastliðnum lenti DreamDay Technology Limited í 2.sæti í UT(upplýsingatækni) viðskiptaáætlunarsamkeppni sem haldin var af the German Company Für Sierra Leone (FSL). Í verðlaun hlaut DreamDay Technology Limited 2,000$ og fartölvu.  

 Kharifa leitast eftir því að bæta líf og upplifun háskólanema og nýútskrifaðra með því að auka námsefnis framboðið með gagnagrunni sínum, auka með því starfshæfni og starfsmöguleika sem og aðstoða við atvinnuleit. Við hjá Aurora erum mjög stolt af því að vinna með metnaðarfullu og farsælu ungu fólki sem vill hafa góð áhrif á samfélagið sitt, við óskum Kharifa alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með framhaldinu! 

 

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...

Container shipment to Europe

Container shipment to Europe

On April 24th and 25th, The Aurora Foundation team worked together to pack a container bound for Europe. It required careful planning and many hands to ensure that each item met Sweet Salone's standards. With attention to detail, the container was closed on April 25th...

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Making a Difference with Handmade Sierra Leonean Home Decor www.sweet-salone.com The Sweet Salone Webshop is an online platform that offers 100% handmade Sierra Leonean home decor products to customers around the world. This new venture is not only an excellent...