Sagan hans Kharifa Abdulai Kumara

25.03.22

Kharifa Abdulai Kumara tók þátt í öðrum árgangi StartUP (áður pre-accelerator) hjá Aurora Foundation og hefur síðan þá náð ótrúlegum áföngum. Kharifa tók sér tíma til þess að setjast niður með okkur og fara yfir reynslu sína af StartUP og segja okkur frá velgengnisferðalagi sínu. Sagan er góð, við þökkum Kharifa fyrir innblásturinn og tímann sem hann gaf sér. Við deilum hér með ykkur örsögu og áfangasigrum Kharifa. 

Þegar Kharifa skráði sig í StartUP sagðist hann aðeins hafa haft  hugmynd um hvað hann langaði að þróa, en að StartUP hafi hjálpað honum að móta og þróa hugmyndina, í kjölfarið framkvæmdi Kharifa hugmyndina. Hann stofnaði fyrirtækið DreamDay Technology Limited sem er rafrænn náms-og rafbókasafnsgagnagrunnur. Hann er stofnandi sem og forstjóri þessa ört vaxandi fyrirtækis, en í dag er hann með fjóra starfsmenn. Hann segir að ein helsta árkorunin sem hafi mætt honum hafi verið að koma vörunni á markað, en tekur fram að StartUP hafi hjálpað honum mikið að komast í gegnum þá áskorun.  

 Kharifa skráði DreamDay Technology Limited sem einkafyrirtæki árið 2020. Hann vinnur nú að því að koma á samstarfi við starfsmannaráðgjöf með ráðningakerfi sem verður þá viðbót við rafræna náms- og rafbókasafnsgagnagrunninn sem fyrirtækið samanstendur af í dag. Kharifa þakkar Aurora fyrir þekkinguna og reynsluna sem hann öðlaðist í gegnum StartUP. Hann segir að skrefin frá hugmynd að veruleika séu mörg og ansi ólík. Hann þakkar Aurora  fyrir stuðningin og þekkinguna sem hann öðlaðist í gegnum StartUP, það hafi auðveldaði ferðalagið frá hugmynd að veruleika. 

 Í Desember síðastliðnum lenti DreamDay Technology Limited í 2.sæti í UT(upplýsingatækni) viðskiptaáætlunarsamkeppni sem haldin var af the German Company Für Sierra Leone (FSL). Í verðlaun hlaut DreamDay Technology Limited 2,000$ og fartölvu.  

 Kharifa leitast eftir því að bæta líf og upplifun háskólanema og nýútskrifaðra með því að auka námsefnis framboðið með gagnagrunni sínum, auka með því starfshæfni og starfsmöguleika sem og aðstoða við atvinnuleit. Við hjá Aurora erum mjög stolt af því að vinna með metnaðarfullu og farsælu ungu fólki sem vill hafa góð áhrif á samfélagið sitt, við óskum Kharifa alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með framhaldinu! 

 

Peter Korompai is here!

Today The Lettie Stuart Pottery whom we have been collaborating with since 2018 got a long-awaited visit! Mr. Peter Korompai, a greatly experienced potter and kiln maker is here! He first visited The Lettie Stuart Pottery in 2019, in that trip he along with the LSP...

2022 in a nutshell!

2022 in a nutshell!

2022 IN A NUTSHELL We celebrated some major milestones, including the launch of several new products and the expansion of our team. It was a year of growth and progress, and we are so proud to have achieved so much in such a short amount of time. We look forward to...

Aurora Impact heimsækir start-uppin

Aurora Impact heimsækir start-uppin

The Aurora Impact team traveled up country mid-December to pay a visit to 3 start-ups that are a part of Aurora Impact's 5th Cohort, who have their businesses far away from Freetown. The travel took 3 days. The 13th of December was an early rise for the team, making...