Sweet Salone verkefnið hlýtur Hönnunarverðlaun Reykjavik Grapevine

10.03.18

Árleg hönnunarverðlaun tímaritsins Reykjavik Grapevine eru veitt til að vekja athygli á og viðurkenna það besta sem fram fer í hönnun á Íslandi. Það er því með miklu stolti sem við tilkynnum að verkefnið okkar Sweet Salone hlaut Reykjavik Grapevine hönnunarverðlaunin árið 2018 í flokknum Best varan – spennandi að fylgjast með.

Verkefnið Sweet Salone felst í að leiða samstarf hæfileikaríkra hönnuða við magnaðan hóp handverksfólks í Sierra Leone. Þátttakendur verkefnisins hafa verið íslensku hönnunarfyrirtækin As We Grow og Kron by Kronkron, og íslensk-finnsk-sænska hönnunarteymið 1+1+1.

Guðrún Ragna Sigurjónsdóttir frá As We Grow, Sigríður Sigurjónsdóttir verkefnastjóri Sweet Salone verkefnis, og Regína Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Aurora velgerðarsjóðs tóku við verðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn.

Hjartans þakkir fær hinn frábæri hópur handverksfólks og hönnuða sem tekið hefur þátt í þessu fallega samstarfi af fórnfýsi, eljusemi og mikilli gleði. Reykjavik Grapevine fær sömuleiðis allra bestu þakkir fyrir viðurkenninguna sem er okkur mikil hvatning til að halda áfram með uppbyggingu Sweet Salone verkefnisins. Við hlökkum til framhaldsins, sem verður spennandi að fylgast með!

The Journey of Bintu Jibao

The Journey of Bintu Jibao

                                                                                                                                                                                      Bintu Jibao, one of 18 women selected for the UNDP Growth Accelerator Programme, is...