Neistinn

Ár
Fjárhæð
Svæði
Samstarfsaðilar
2016
ISK 3.008.000
Ísland

Hrossaraekt.is

Á hverju ári greinast um 70 börn á Íslandi með hjartasjúkdóm. Um helmingur þeirra þarf að undirgangast skurðaðgerð og er um einn þriðji þessara aðgerða framkvæmdur erlendis. Neistinn er styrktarfélag hjartveikra barna og styður fjölskyldur barna og ungmenna með hjartagalla á margvíslegan hátt – félagslega, efnahagslega og tilfinningalega.

Hrossaraekt.is er upplýsingaveita um allt það sem snýr að ræktun íslenskra hrossa, bæði hérlendis og erlendis. Á hverju ári standa þau fyrir stóðhestasýningu þar sem seldir eru happdrættismiðar og ágóðinn af happdrættinu rennur til góðra mála. Árið 2016 fór Hrossaraekt.is þess á leit við Auroru að koma að söfnuninni, sem styrkti Neistann og Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein.

Aurora velgerðsjóður lagði fimm milljónir króna í söfnunina í upphafi og tilkynnti jafnframt að Aurora myndi leggja krónu á móti hverri krónu sem safnast myndi með sölu happdrættismiðanna. Í heildina lagði sjóðurinn til 6.016.000 kr. í söfnunina sem síðan var skipt til helminga milli félaganna tveggja.

Framlag Auroru til Neistans var gert í minningu Einars Öders, mikils hestamanns sem lést á árinu 2015.