Hreinlætisaðstaða í Goderich, Sierra Leone

Ár
Fjárhæð
Svæði
2016
ISK 2.340.000
Sierre Leone

Aurora velgerðasjóður er einn af samstarfsaðilanum sem stendur á bak við fisklöndunarstöðina í Goderich, úthverfi Freetown, höfuðborgar Sierra Leone. Sjóðnum var snemma ljóst að hreinlætisaðstaða fyrir fólk í nágrenni löndunarstöðvarinnar var verulega ábótavant og þar að auki flæddi allt skólp þorpsins í gegnum stöðina og niður að sjó. Einnig var mikið af rusli, þar með talið mannasaur, hent af þorpsbúum yfir veggi löndunarstöðvarinnar.

Eitt af aðalvandamálunum er skortur á vatnssalernum í hverfinu. Eftir að hafa ráðfært sig við alla helstu forystumenn og -konur þorpsins varðandi leiðir til úrbóta, ákvað Aurora að byggja átta almenningsklósett og fjórar sturtur í þorpinu. Auk þess var ákveðið að beina skólpleiðslum meðfram löndunarstöðinni og út í sjó fremur en að láta skólpið renna í gegnum hana. Verkefnið bætti verulega hreinlætisaðstöðu íbúa sjávarþorpsins ásamt því að bæta hreinlætisskilyrðin á löndunarstöðinni sjálfri.

Styrkur Auroru greiddi fyrir allan efniskostnað og vinnuafl við byggingu hreinlætisaðstöðunnar og nýtt skólp.