Aurora velgerðasjóður hefur skrifað undir samning við sveitarstjórnina í Goderich, Sierra Leone um að byggja 8 salerni og 2 sturtuaðstöður á sameiginlegu svæði í Goderich, en íbúar þessa svæðis hafa ekki aðgang að neinu slíku.
Þar að auki mun sveitastjórnin, með fjárhagslegri aðstoð frá Auroru, bæta frárennsli og skolpaðstöðu á svæðinu. Þetta er fiskisamfélag og samanstendur af um 500 manns, sem öll munu njóta ávinnings af þessu verkefni. Við hjá Aurora velgerðasjóði erum afar stolt af þessu samstarfsverkefni á milli Auroru og fiskisamfélagsins í Goderich. En ein af þeim löndunarstöðvum sem Aurora rekur í dag í Sierra Leone í gegnum fyrirtækið Neptune er staðsett í Goderich.
Celebrating World Artisan Day – Honouring Craftsmanship and Community
Today, on World Artisan Day, we at Aurora Foundation proudly celebrate the talented artisans behind Sweet Salone—a brand that represents the heart of Sierra Leonean creativity and craftsmanship. Since 2017, Sweet Salone has been a bridge between international...