Aurora skrifar undir samning um að byggja hreinlætisaðstöðu í fiskisamfélaginu í Goderich, Sierra Leone

18.01.16

Aurora velgerðasjóður hefur skrifað undir samning við sveitarstjórnina í Goderich, Sierra Leone um að byggja 8 salerni og 2 sturtuaðstöður á sameiginlegu svæði í Goderich, en íbúar þessa svæðis hafa ekki aðgang að neinu slíku.
Þar að auki mun sveitastjórnin, með fjárhagslegri aðstoð frá Auroru, bæta frárennsli og skolpaðstöðu á svæðinu. Þetta er fiskisamfélag og samanstendur af um 500 manns, sem öll munu njóta ávinnings af þessu verkefni. Við hjá Aurora velgerðasjóði erum afar stolt af þessu samstarfsverkefni á milli Auroru og fiskisamfélagsins í Goderich. En ein af þeim löndunarstöðvum sem Aurora rekur í dag í Sierra Leone í gegnum fyrirtækið Neptune er staðsett í Goderich.