Brúðuheimar Borgarnesi

Ár
Fjárhæð
Svæði
2010
ISK 8.000.000
Ísland

Brúðuheimar,  lista- og menningarmiðstöð, er frumkvöðlaverkefni hjónanna Bernds Ogrodniks brúðulistamanns og Hildar Jónsdóttur framkvæmdastjóra. Miðstöðin er bæði gagnvirkt leikbrúðusafn og brúðuleikhús sem sýnir verk fyrir bæði börn og fullorðna. Brúðuheimar eru í gömlu húsum Kaupfélags Borgfirðinga í Englendingavík í Borgarnesi. Húsin eru frá 19. öld og mikilvæg fyrir verslunarsögu landsins enda eru þau friðuð.

Brúður Bernds eru helsta aðdráttarafl Brúðuheima og í leikbrúðusafninu er fjöldinn allur af kunnuglegum persónum: ljóti andarunginn úr sýningu Þjóðleikhússins á Klaufum og kóngsdætrum, vondu skógarnornirnar úr sýningu Borgarleikhússins á Ronju ræningjadóttur, mannætuplantan Audrey úr sýningu Leikfélags Akureyrar á Litlu hryllingsbúðinni, að ógleymdum sjálfum Pappírs Pésa.

Heimsókn í Brúðuheima er ævintýraleg upplifun og skemmtileg samverustund fólks á öllum aldri.Aurora velgerðasjóður er afar stoltur af að hafa átt þess kost að leggja þessu verðuga verkefni lið.

Styrkur Auroru var nýttur til uppbyggingar og hönnunar á Brúðuheimum.