Stöðuuppfærsla af fjórða árgangi

20.04.22

Síðustu mánuðir hafa flogið hjá og erum við spent að segja frá þróun mála og frá þeirri vinnu sem fjórði árgangur hefur lagt á sig samhliða því að þróa viðskipti hugmyndir sínar. Upplýsingar um start-up fyrirtækin og stofnendur þeirra má finna hér. Eftirfarandi er upptalning á því helsta sem við höfum unnið að síðastliðna mánuði.

Janúar 2022
Í janúar buðum við velkominn aftur til okkar Alexandre Tourre frá Easy Solar í einn af fyrstu tímunum. Hann talaði um vegferð og vöxt Easy Solar á síðustu árum og hvernig teymið þar hefur lært af þeirra frumkvöðlavegferð. Um var að ræða mjög áhuaverðan fyrirlestur þar sem margt lærdómsríkt kom fram.

Febrúar 2022
Í febrúar kom Rosetta Wilson til okkar og var með heilsdags vinnustofu í fjármálum fyrir frumkvöðla. Hún fór í gegnum öll mikilvægustu atriðin í fjármálum með start-up stofnendunum og nauðsynleg atriði fyrir rekstur fyrirtækja.

Seinna í Febrúar buðum við öllum fyrri árgöngum að koma á tengslamyndunarviðburð með núverandi árgangi. Sum hver úr eldri árgöngunum pitchuðu viðskiptahugmyndir sínar fyrir nýja árganginn og öfugt svo fjórði árgangur gat einnig hlotið þjálfun í að pitcha. Við þökkum öllum sem gáfu sér tíma til að koma og vonumst til að sjá alla aftur á hitting fyrir næsta árgang!

Mars 2022
Mars var líflegur og viðburðaríkur mánuður. Við vorum heppin að fá marga frábæra fyrirlesara til okkar til að deila með árganginum upplýsingum og dýpka skilning á efni námsins.

Fyrsti fyrirlesarinn sem við fengum aftur til okkar var Henry Henrysson. Henry hélt fyrirlestur um gagnrýna hugsun og hvernig hægt er að forðast algeng dæmi um hlutdrægni. Hann kenndi nemendunum ráð til að koma auga á og forðast eigin hlutdrægni og hvernig er hægt að nýta sér það í viðskiptarekstri.

Annar fyrirlesarinn sem kom til okkar í mars var Ajara Marie Bomah. Allt frá upphafi start-up prógramanna okkar hefur Ajara stutt við starfið og vorum við mjög ánægð að get boðið hana velkomna enn á ný til að halda fyrirlestur um markaðssetningu og það að hanna vöruímynd.

Í síðasta tíma marsmánaðar fengum við til baka Fatimu, stofnanda og framkvæmdastjóra Unimax og einnig fengum við í fyrsta skipti til okkar Sidie Kajue, starfsmann The Betts Firm.

Fatima deildi reynslu sinni af því að hafa hafið vegferð sem frumkvöðull með start-up stofnendunum og sagði frá þeim ákvörðunum sem leiddu til þess að fyrirtæki hennar vaxaði og dafnaði. Hún veitti hópnum innblástur en hún lagði einnig áherslu á mikilvægi þess að styrkja tengslanetið og að halda góðri einbeitingu.

Sidie, sem kom fyrir hönd The Betts Firm útskýrði flækjur í tengslum við skattamál og gerði góð skil á því hvers vegna svo mikilvægt er að borga skatta rétt og hvers konar skatta start-up fyrirtækjum ber skylda til að greiða.

Við erum gífurlega þakklát öllum gestafyrirlesurunum og þeim sem styðja við frumkvöðlaprógrömm Auroru. Í gegnum árin hefur það sýnt sig og sannað að fyrirlestrarnir og tímarnir hafa hvort tveggja verið fræðandi og hvetjandi fyrir frumkvöðlana.

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

From November 7th to November 14th, the esteemed board of the Aurora Foundation graced our organization with their presence. During their stay, they had the opportunity to familiarize themselves with our newly onboarded staff and paid visits to the talented artists...

Kraumur Music Awards – Jury at Work!

Kraumur Music Awards – Jury at Work!

Kraumur music fund was established in 2008 the Aurora Charity Fund in support of Icelandic music and artists – with special attention given to new and emerging talent. The fund operates on both local and on international level, cooperates with various bodies within...