Sagan hans Imran Kamara

25.04.22

Imran Kamara tók þátt í upplýsingatækninámskeiði á vegum Aurora Foundation og IDT labs fyrir nokkrum árum. Hann segist hafa öðlast góða hæfni og tól á námskeiðinu, auk þess fékk hann gefins fartölvu sem hann segir að hafi verið ákveðinn vendipunktur. Fartölvan veitti honum tækifæri til þess að nýta þekkinguna og hæfnina sem og aðgengi að frekari upplýsingum og tólum til þess að þróa viðskiptahugmyndina sína.  

Imran kom aftur til Aurora í fyrra og er núna hluti af fjórða árgangi StartUP (áður pre-accelerator) námskeiði hjá Aurora, þar segist hann vera að læra margt nýtt ásamt því að öðlast innsýn í það hvaða innviðir og ferlar þurfi að vera til staðar í fyrirtækinu hans til þess að ná árangri. Fyrirtækið hans Imran snýr að því að bjóða upp á fjármálastjórnun fyrir sprota-,lítil-, og meðalstór fyrirtæki í Sierra Leone. Imran hefur verið sjálfstætt starfandi síðan hann kláraði upplýsingatækninámskeiðið þar til núna þegar hann sótti um StartUP prógram Aurora, hann er núna að stækka og þróa fyrirtækið með það að markmiði að stækka viðskiptavina hópinn sinn. Þegar Imran horfir til baka segir hann að fartölvan sem honum var gefin á upplýsingatækninámskeiðinu hafi reynst honum afar verðmætur stuðningur sem hafi greitt leiðina í átt að stofnun og framkvæmd hugmyndarinnar.  

Á Imran er engan bilbug að finna, hann er spenntur og metnaðarfullur fyrir framhaldinu og hlakkar til að halda áfram að styðja við hagkerfi og lítil fyrirtæki í Sierra Leone. Við hjá Aurora erum mjög stolt af því að vinna með metnaðarfullu og farsælu ungu fólki sem vill hafa góð áhrif á hagkerfið fyrir öll, við óskum Imran alls hins besta og hlökkum til að fylgjast með framhaldinu! 

Aurora Foundation third ICT for Beginners Course: A Remarkable Success

Aurora Foundation third ICT for Beginners Course: A Remarkable Success

We are thrilled to share the remarkable outcome of our latest ICT for Beginners course, which concluded on September 6th. Hosted at the Aurora office training center, this two-week program saw exceptional participation and success. Starting on August 26th, eager young...

Successful compelition of Marketing Bootcamp for UNDP’s Growth Accelerator Programme

Successful compelition of Marketing Bootcamp for UNDP’s Growth Accelerator Programme

                                                                                                                                                                                          We are thrilled to share the success of our recent three-day Marketing Bootcamp,...