Fyrsti Inspirational Tok viðburður Auroru!

14.04.22

Aurora kynnir með ánægju sinn fyrsta Inspirational Tok viðburð þar sem aðilar sem við teljum vera frábærar fyrirmyndir koma og segja sína sögu, með það að markmiði að veita ungu fólki í Sierra Leone innblástur. Um er að ræða þann fyrsta í röð viðburða og munum við því halda annan Inspirational Tok von bráðar.

Gegnumgangandi þema í vinnu og verkefnum Auroru er að hvetja ungt fólk til að dreyma stórt, koma auga á ástríður sínar og vinna að markmiðum sínum. Við trúum því að með því að veita ungu fólki tækifæri til þjálfunar, öruggt rými, ásamt því að veita aðgang að sterkum fyrirmyndum, vinnum við að því markmiði að efla ungt fólk í Sierra Leone.

Við höfum valið tvo úrvals fyrirlesara sem hvort fyrir sig á sér áhugaverða sögu sem við höfum trú á að veiti ungu fólki innblástur. Ókeypis er á viðburðinn en skráning er hins vegar nauðsynleg til þess að tryggja sér sæti þar sem það er takmarkað framboð.

Viðburðurinn mun standa yfir í eina til tvær klukkustundir og verður gefinn tími undir lokin fyrir spurningar og svör og almennt spjall fyrir tengslamyndun. Við erum mjög spennt að geta tilkynnt þessa tvo fyrirlesara til leiks!

 

Fyrirlesari 1: Ajara Marie Bomah

Ajara Marie Bomah er frumkvöðlakona en hún stofnaði og rekur ráðgjafafyrirtækið Women Mean Business (WMB), sem hefur það að markmiði að styðja við afrískar konur í viðskiptum og frumkvöðlastarfsemi. Hún er mannúðarsinni sem leggur sitt af mörkum til þess að bæta lífsgæði ungs fólks, sér í lagi ungra kvenna og stelpna í Afríku. Eftir að hafa lokið námi í Bandaríkjunum flutti Ajara til heimalands foreldra sinna, Sierra Leone, með þá hugmynd í farteskinu að aðstoða við uppbyggingu í landinu með því að efla kunnáttu og þekkingu og mentora ungt fólk, sérstaklega konur og stelpur. Árið 2013 hóf hún vegferð Women Mean Business sem er vettvangur sem sameinar fyrirtæki rekin af afrískum konum. WMB styður við afrískar konur sem eru í frumkvöðlastarfi og er auk þess vettvangur fyrir samstarf og tengslamyndun og skapar þannig rými fyrir kvenkyns frumkvöðla og unga leiðtoga til að vinna fyrir sér með því að láta drauma sína rætast.

Sem leiðtogi og frumkvöðull trúir Ajara því að einstaklingar geti sjálfir verið breytingin sem þeir vilja sjá en hún hefur sjálf lagt sín lóð á vogarskálarnar fyrir þróun í Sierra Leone með því að taka þátt í starfi félagasamtaka og fyrirtækja og með því að þjóna sem mentor fyrir sér yngri og óreyndari konur. Ajara hlaut nýlega þá viðurkenningu að vera talin meðal fimmtíu áhrifamestu konum í Sierra Leone af fjölmiðli þar í landi.
 

Fyrirlesari 2: Ishmael Beah

Ishmael Beah þarf vart að kynna en hann hefur meðal annars komið nokkrum sinnum til Íslands og Reykjavíkur og var fyrsta bók hans, alþjóðleg metsölubók, A Long Way Gone: Memoirs of a Boy Soldier þýdd á íslensku sem Um langan veg: frásögn herdrengs. Bókin skaut honum upp á stjörnuhimininn en síðan hafa verið gefnar út eftir hann tvær aðrar bækur, nú síðast skáldsagan Little Family sem gefin var út árið 2020. Hann er nú nýlega fluttur til Sierra Leone með fjölskyldu sinni eftir margra ára dvöl í Bandaríkjunum og hefur ýmsar fyrirætlanir um að efla bókmennta -og menningarstarfsemi í landinu með því, til að mynda, að blása eldmóði í unga rithöfunda og fá útgefendur til að gefa út verk þeirra. Hann styður einnig gagngert við fólk og starfsemi í öðrum skapandi greinum í Freetown og Sierra Leone.

Ishmael er góðgerðasendiherra UNICEF og hefur unnið í málefnum barna sem hafa þurft að þola stríð. Líkt og Ajara hefur rithöfundurinn og góðgerðasinninn Ishmael farið sínar eigin leiðir, skapað sér tækifæri og nýtt sér þá möguleika sem honum hafa staðið til boða.

Lettie Stuart Pottery School Exhibition

Lettie Stuart Pottery School Exhibition

We are delighted to share the resounding success of the recent Pottery School Exhibition held at Lettie Stuart Pottery in Waterloo on March 14th. The event, hosted by Aurora Foundation, was a vibrant celebration of the remarkable progress achieved by the students of...

Business Model Canvas training – IR Bootcamp

Business Model Canvas training – IR Bootcamp

On March 12th, the Aurora Foundation Training Center buzzed with entrepreneurial energy as we hosted a dynamic Business Model Canvas training session tailored for IR Bootcamp startup businesses. Facilitated by our adept Aurora Impact Programme Manager, Mavis Madaure,...

Successful compelition of ICT Webpage Development Overview Course

Successful compelition of ICT Webpage Development Overview Course

We are excited to share the successful conclusion of our recent 2-week ICT Web Development overview and outline course, finalized on February 27th at the Aurora Office Training Center. Participants joined us on February 12th for a week-long exploration of ICT Webpage...