Til hamingju vinningshafar Kraumsverðlaunanna 2017!

11.12.17

Við óskum handhöfum Kraumsverðlaunanna 2017 hjartanlega til hamingju!

Cyber – Horror

GlerAkur – The Mountains Are Beautiful Now

Hafdís Bjarnadóttir – Já

JDFR – Brazil

SiGRÚN – Smitari

Sólveig Matthildur – Unexplained miseries & the acceptance of sorrow

Þetta er í tíunda sinn sem Kraumur tónlistarsjóður Auroru stendur fyrir afhendingu Kraumsverðlaunanna fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frumleika.

Kraumsverðlaunin eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja engir undirflokkar. Allar útgáfur íslenskra listamanna eru gjaldgengar til verðlaunanna – hvort sem þær koma út á geisladisk, vínyl eða á netinu.

Alls hafa nú 45 hljómsveitir og listamenn hlotið Kraumsverðlaunin frá því þau voru fyrst veitt árið 2008. Frekari upplýsingar um Kraumsverðlaunin og fyrri verðlaunahafa má finna hér.

Greinilegt er að mikil gróska er í íslensku tónlistarlífi hvað útgáfurstafsemi varðar í ár, enda fór dómnefndin í gegnum 374 íslenskar plötur og útgáfur sem komu út á árinu við val sitt á Kraumsverðlaununum 2017.

DÓMNEFND

Kraumslistinn og Kraumsverðlaunin eru valin af fjórtán manna dómnefnd sem skipuð er fólki sem hefur margvíslega reynslu af því að fjalla um, spila og vinna með íslenska tónlist í fjölmiðlum og á öðrum vettvangi. Dómnefndina í ár skipa;

Árni Matthíasson (formaður), Andrea Jónsdóttir, Anna Ásthildur Thorsteinsson, Alexandra Kjeld, Arnar Eggert Thoroddsen, Benedikt Reynisson, Berglind Sunna Stefánsdóttir, Heiða Eiríksdóttir, Helga Þórey Jónsdóttir, Hildur Maral Hamíðsdóttir, Jóhann Ágúst Jóhannsson, Tanya Pollock, Trausti Júlíusson og Óli Dóri.

Kraumslistinn 2017 – Úrvalslisti Kraumsverðlaunanna

Alvia Islandia – Elegant Hoe

Baldvin Snær Hlynsson – Renewal

Bára Gísladóttir – Mass for Some

Biogen – Halogen Continues

Bjarki – THIS 5321

Cyber – Horror

Dodda Maggý – C series

Elli Grill & Dr. Phil – Þykk Fitan Vol. 5

Eva808 – Prrr

GlerAkur – The Mountains Are Beautiful Now

Godchilla – Hypnopolis

Fersteinn – Lárviður

Hafdís Bjarnadóttir – Já

Hatari – Neysluvara EP

JFDR – Brazil

Joey Christ – Joey

kef LAVÍK – Ágæt ein: Lög um að ríða og / eða nota fíkniefni

Legend – Midnight Champion

Nordic Affect – Raindamage

Pink Street Boys – Smells like boys

SiGRÚN – Smitari

Sólveig Matthildur – Unexplained miseries & the acceptance of sorrow

Úlfur – Arborescence

Volruptus – Hessdalen

World Narcosis – Lyruljóra