Fullt út úr dyrum

17.11.17

Við erum gífurlega þakklát fyrir frábærar viðtökur á opnun ljósmyndarsýningar Auroru SENSE OF PLACE til að fagna 10 ára afmæli sjóðsins og á kynningu á verkefni okkar Sweet Salone sem haldin var miðvikudaginn 15.nóvember sl. Fullt var út úr dyrum og sala á vörum, sem hannaðar eru af samstarfsaðilum Auroru KronKron og AsWeGrow og framleiddar af handverksfólki í Sierra Leone, fór mjög vel af stað. Samstarfið milli okkar, hönnuðana og handverksfólksins í Sierra Leone hefur farið fram úr okkar björtustu vonum og hlökkum við mikið til að halda áfram að þróa nýjar vörur, skapa atvinnu í Sierra Leone og tengja betur saman þessa tvo heima sem Aurora starfar í: Sierra Leone og Ísland.

Vörurnar verða áfram til sölu í verslun KronKron á Laugavegi 63B. Einnig er hægt að hafa samband við okkur hjá Aurora velgerðasjóði ef fólk vill kynna sér verkefnið eða vörurnar betur aurorafoundation@aurorafoundation.is

Ljósmyndarinn Birta Ólafsdóttir