Góð sala á vörum úr Sweet Salone verkefninu

23.12.17

Sala á vörum sem hannaðar og framleiddar eru í samstarfi hönnunarfyrirtækjanna Kron by KronKron og As We Grow við handverksfólk í Sierra Leone, hefur farið fram úr okkar björtustu vonum.

Samstarfið er hluti af verkefninu Sweet Salone, sem Aurora velgerðarsjóður fór af stað með árið 2016, með það að markmiði að tengja saman Sierra Leone og Ísland, sem eru aðal starfsstaðir sjóðsins.

Vörulínurnar sem nú þegar hafa verið hannaðar og framleiddar, samanstanda af fatnaði og fylgihlutum fyrir börn og fullorðna, ásamt leikföngum. Hluti framleiðslunnar er nú þegar uppseldur og lagðar hafa verið inn pantanir að fleiri vörum.

Í framhaldi af heimsókn hönnuða Kron by KronKron og As We Grow til Sierra Leone, heimsótti íslensk-finnsk-sænski hönnunarhópurinn 1+1+1 landið og hófst þar með annar hluti Sweet Salone verkefnisins. Við bíðum spennt eftir að sjá árangurinn af samstarfi 1+1+1 hópsins og afríska handverksfólksins, sem frumsýnt verður á HönnunarMars um miðjan marsmánuð 2018.

En í bili óskar Aurora ykkur öllum gleðilegra jóla!

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

From November 7th to November 14th, the esteemed board of the Aurora Foundation graced our organization with their presence. During their stay, they had the opportunity to familiarize themselves with our newly onboarded staff and paid visits to the talented artists...

Kraumur Music Awards – Jury at Work!

Kraumur Music Awards – Jury at Work!

Kraumur music fund was established in 2008 the Aurora Charity Fund in support of Icelandic music and artists – with special attention given to new and emerging talent. The fund operates on both local and on international level, cooperates with various bodies within...