Vettvangsferð til Tonkolili & Makeni

24.09.20

Síðustu helgi fór Suzanne, sem leiðir Pre-accelerator prógrammið okkar, til Tonkolili héraðsins að heimsækja tvo frumkvöðla úr prógramminu okkar. Á laugardeginum heimsótti hún Mohamed sem ræktar hrísgrjón í þorpinu Magbas og á sunnudeginum fór hún til Alie sem rekur paprikurækt í Mangay Loko sem er þorp í Bombali héraði.

Það var gott að geta loks séð búskap þeirra beggja og vinnuna sem þeir hafa lagt í ræktun á landinu síðustu mánuðina. Við vonumst til að geta sýnt ykkur síðar frá fyrstu uppskerunni og afurðirnar þeirra!

Mohamed á landi sínu í Magbas, Tonkolili

Alie á landi sínu í Mangay Loko, Bombali

 

Canva Training: A Week of Design, Discovery, and Dedication

Canva Training: A Week of Design, Discovery, and Dedication

From the 7th to the 11th of April, the Aurora House in Freetown came alive with energy, curiosity, and creativity as we hosted a one-week intensive training in Canva—a leading design platform empowering visual storytellers across the world. The training, facilitated...