Annað frábært ár!

31.12.19

Með þessari frétt viljum við nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir stuðninginn og samstarfið á liðnu ári og óskar ykkur gleðilegs nýs árs!

Okkur langar líka að taka smá stund og fara yfir liðið ár með því að nefna nokkra hápunkta ársins 2019:

Janúar – 1+1+1 teymið kom í heimsókn til Sierra Leone og vann m.a. mikið með vefurunum í Brama Town. Árangurinn var magnaður!

Febrúar – Opnun Lettie Stuart keramiksskólans! Eftir tímabil erfiðrar vinnu og undibúnings var skólinn formlega opnaður!

Auk opnun skólans var einnig undirritaður nýr samningur við Grassroots Gender Empowerment Movement (GGEM) Microfinance, sem er stofnun sem býður upp lán fyrir einstaklinga og smærri fyrirtæki.

Mars – Freetown Music Festival! Samblanda af íslenskum, enskum og síerra leónískum tónlistarmönnum.

Apríl – Við studdum við Magbenteh Community Boarding School með því að fjármagna hluta af matarprógramminu þeirra fyrir 186 nemendur og 10 starfsmenn.

Maí – Mánuður keramiks verkstæðisins! Bæði Peter Korompie og Guðbjörg Káradóttir komu í sjálfboðavinnu á verkstæðið í einn mánuð. Peter stýrði byggingu á nýja brennsluofninum og Guðbjörg hjálpaði til við kennsluna. Einnig voru settar upp sólarsellur og fékk verkstæðið þar með loksins rafmagn til að keyra nauðsynlegan búnað og veita lýsingu á skýjuðum dögum.

Júní – Stjórnarfundur Auroru var haldinn í Geneva í Sviss! Fundurinn stóð yfir í tvo daga og var þar rætt um liðna og komandi tíma og einnig var grunnurinn að Aurora Impact skipulagður!

Júlí – Jafnvel þótt rigningartímabilið stæði yfir sem hæst var undirbúningurinn fyrir útgáfu OSUSU plötunnar í fullum gangi!

Ágúst – Eftirmiðdagur á Íslandi með Guðbjörgu Káradóttur á Íslenska hönnunarsafninu.

September – Aurora fékk nýjan starfsmann! Suzanne byrjaði að vinna fyrir Auroru sem verkefnastjóri, og er eitt af stóru verkefnunum hennar nýtt verkefni  sem við köllum Aurora Impact. Við getum ekki beðið eftir að kynna þetta verkefni árið 2020!

Fyrsta lagið af plötunni Osusu var einnig gefið út, Woman. Platan er samstarfsverkefni íslenskra, breskra og síerra leónískra tónlistrarmanna. Hver hefði haldið fyrir ári síðan að í lok 2019 myndi heil plata koma út?

Október – Fyrsta tölvunámskeiðið var haldið á nýju skrifstofunni. 19 nemendur útskrifuðust eftir 3 vikna námskeið! Einnig gáfum við Leaders Collage 20 tölvur fyrir nýju upplýsingatækni stofunna þeirra.

Talandi um tölvur, þá gáfum við einng Leaders Collage 20 tölvur fyrir nýju upplýsingatækni stofuna þeirra í október.

Nóvember – Annar nýr starfsmaður hjá Aurora! Veronica gekk til liðs við okkur sem móttökuritari!

Annað tölvunámskeið var einnig haldið, og í þetta sinn var það tveggja vikna byrjendanámskeið. Nemendurnir stóðu sig frábærlega vel og vonumst við til að sjá eitthvað af þeim á framhaldsnámskeiðunum okkar!

Desember – Upphaf Technovation Girls í Sierra Leone! Við erum stollt af því að vera einn helsti styrktaraðili þessa verkefnis, þar sem ungar stúlkur á aldrinum 10-18 ára læra grunnatriði kóðunnar og hvernig þróa á farsímaforrit. Þar að auki gáfum við þeim sex tölvur!

The Journey of Jenneh Foday

The Journey of Jenneh Foday

                                                                                                                                                                                        In Sierra Leone, the journey of women entrepreneurs is often met with...