Námskeið í stafrænni færni

03.12.22

Vikan 28. nóvember – 2. desember fór í það að halda tvö námskeið í stafrænni færni hér á skrifstofunni okkar í Freetown. Verkefnið tilheyrir Aurora Impact, aðaláhersla Aurora Impact er á færniþjálfun ungra frumkvöðla í Sierra Leone. Andrúmsloftið var fullt af þekkingarþorsta og sköpunargleði, alveg eins og við viljum hafa það.
Áherslur námskeiðsins voru fjölbreyttar, meðal áhersluatriða var stafræn markaðssetning, samfélagsmiðlanotkun fyrirtækja og stafræn tól sem skynsamlegt er að nýta til þess að skala og þróa fyrirtæki á netinu ásamt tólum til þess að skipuleggja og halda utan um fjármál.

Fyrri daginn var áhersla lögð á samfélagsmiðla, farið var yfir hvaða miðlar eru til staðar og hvernig hægt sé að nýta þá sér í hag. Ajara Marie, stofnandi Women Mean Business, frumkvöðull með meiru leiddi þann hluta færniþjálfunarinnar. Hún lagði mikla áherslu á gæði fram yfir magn ásamt því að ítreka mikilvægi þess að vera fylginn sjálfum sér, eftirfylgni og ,,consistency“ sé gríðarlega mikilvæg. Ennfremur var áhersla lögð á að velja samfélagsmiðil sem hentar út frá því hver markhópurinn sé, t.d skal ekki nýta TikTok ef markhópurinn er fólk yfir fertugt, hinsvegar sé markhópurinn fólk á aldrinum 16-25 ára þá er TikTok réttur staður til þess að setja áherslu á.

Seinni daginn var áhersla lögð á rafræn samskipti, hvernig hljómar rödd fyrirtækisins rafrænt? Skína persónuleiki og gildi fyrirtækisins í gegn. Er fyrirtækið með stefnu og reglur til þess að fylgja varðandi rafræn samskipti? Suzanne Recterschot sá um þann hluta fyrir hönd Aurora Impact, en hún hefur starfað hjá Aurora Foundation síðan 2019. Seinni helmingur dagsins fór í kennslu á praktískum rafrænum tólum sem hægt er að nýta til þess að hámarka skilvirkni fyrirtækisins, tól sem geta aðstoðað start-up fyrirtæki við það að hafa yfirsýn yfir fjármálin sín sem og gögn og gagnageymslu. Kharifa Abdulai Kamara sá um þann hluta en skemmtilegt er að segja frá því að hann fór í gegnum frumkvöðla þjálfun Aurora!

Lykilatriði

  • Nauðsynlegt er að marka samskiptastefnu fyrirtækis
  • Nauðsynlegt er að rannsaka vel rafræna hegðun markhópsins
  • Ótal tól til staðar til þess að einfalda frumkvöðlum lífið
  • Það sem er mælt verður gert (e. what gets measured gets improved)


Námskeiðið var haldið í samstarfi við Sierra Leone Economic Diversification Project, The World Bank og SMEDA (the Small and Medium Economic Development Agency of Sierra Leone). Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra aðkomu.

Successful Completion of Aurora Foundation’s ICT Intermediate Course

Successful Completion of Aurora Foundation’s ICT Intermediate Course

We are thrilled to share the success of our recently concluded 2-week ICT Intermediate course, which wrapped up on February 27th at the Aurora Office Training Center. This achievement resonates with the Aurora spirit, boasting a commendable 100% attendance rate. Eager...

February 2024 Aurora Annual Retreat Recap

February 2024 Aurora Annual Retreat Recap

Greetings Aurora Family, We are thrilled to share the incredible moments from our 2024 Aurora Foundation retreat, held at the breathtaking Lux Villa compound. On February 2, the entire Aurora team, including our dedicated members from Iceland, gathered for a day of...