Jólamarkaður með Sweet Salone vörum í Reykjavík og Freetown

22.11.21

Fyrstu helgina í nóvember var haldinn Sweet Salone markaður í Mengi í Reykjavík. Allar Sweet Salone vörurnar eru handgerðar af handverksfólki í Sierra Leone og eru meðal annars unnar í samstarfi við færa íslenska hönnuði en gámur með nýjum vörum hafði nýlega komið til landsins. Myndaðist góð stemning þrátt fyrir nýhertar sóttvarnaraðgerðir og var útkoman framar vonum. Nokkuð af vörum seldust upp þar sem þær eru oft gerðar í takmörkuðu upplagi en hver og einn munur er einnig einstakur og því engir tveir eins.

   

 

Um nýliðna helgi var síðan haldinn árlegur jólamarkaður í húsnæði Aurora í Freetown þar sem meðal annars voru á boðstólum keramikvörur, nýkomnar úr ofninum frá Lettie Stuart keramiksetrinu auk ýmissa hönnunarvara. Kunnu gestir vel að meta hnossið og nýttu mörg hver tækifærið til að kaupa jólagjafir fyrir vini og vandamenn, líkt og í Reykjavík. Við þökkum öllum þeim sem sáu sér fært að koma kærlega fyrir og hlökkum til að sjá sem flesta aftur, og fleiri til, við næsta tækifæri!

   

The Journey of Margret Yankin Mansaray

The Journey of Margret Yankin Mansaray

                                                                                                                                                                                                      We are thrilled to highlight the inspiring journey of Margret...

Aurora Foundation Celebrates Grand Opening of The Aurora House

Aurora Foundation Celebrates Grand Opening of The Aurora House

On February 5, 2025, Aurora Foundation marked a monumental milestone with the grand opening of its new office and shop, The Aurora House, located at 35 Fraser Street, Freetown, Sierra Leone. This event, attended by esteemed government officials, UN agencies, nonprofit...