The Green Giraffe – nýr samstarfsaðili!

17.11.21

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að við höfum hafið samstarf við nýjan hönnuð undir merkjum Sweet Salone. The Green Giraffe er verkefni sem hefur það að aðalmarkmiði að styðja við og styrkja samfélög í Freetown í gegnum umhverfisvæna og sjálfbæra handverksframleiðslu með það að leiðarljósi að þau verði efnahagslega sjálfstæð og geti séð fyrir sér á sjálfbæran hátt. Það fellur því vel að starfi Sweet Salone verkefnis Auroru og samstarfið vel til fundið. Handverksfólkið sem Green Giraffe vinnur með er að læra nýja tækni og þróar hæfni sína við gerð nýrra hluta sem hannaðir eru af hinum kanadíska stofnanda Sea Ramanat sem jafnframt leiðir verkefnið en hún er, ásamt fjölskyldu sinni, búsett í Freetown. Mikið af vörunum sem framleiddar eru undir merkjum Green Giraffe eru unnar úr endurunnum textíl þar sem efnið er ofið úr þráðum sem þegar hafa þjónað hlutverki, til að mynda sem hluti af flík en það gerir framleiðsluna enn umhverfisvænni og sjálfbærari. Aurora hefur vörur frá The Green Giraffe til sölu á skrifstofu sinni í Freetown (sjá meðfylgjandi myndir). Núverandi vörur eru m.a. falleg veski og púðaver en þar sem framleiðsla úr endurunnum textíl er takmarkað framboð af hverju efni fyrir sig. Á næsta ári verða vörurnar einnig til sölu í Hollandi undir merkjum Sweet Salone.

Við hlökkum til að sjá hvert samstarf The Green Giraffe og Aurora undir merkjum Sweet Salone leiðir en það mun ábyggilega bera góðan ávöxt! Hægt er að lesa sér betur til um The Green Giraffe á vefsíðu þeirra  hér og þau er einnig hægt að finna á Instagram hér.

 

   

Get to know Bai Conteh from Cohort 5 – Aurora Impact

Get to know Bai Conteh from Cohort 5 – Aurora Impact

Bai Conteh, a member of Cohort 5 at Aurora Impact, embodies the qualities of an entrepreneur wholeheartedly. Through his unwavering commitment and thirst for knowledge, Bai has not only overcome the challenges of operating in a volatile economic climate but has also...

3 day CANVA training!

3 day CANVA training!

The 3-day Canva training took place from 30th May to 1st of June 2023 at Aurora Foundation. The training was facilitated by Kharifa Abdulai Kumara and his team from DreamDay Technology. The main objective of the training was to provide participants with the necessary...

Meet Sia from Aurora Impact’s Cohort 5!

Meet Sia from Aurora Impact’s Cohort 5!

In the realm of business and health, there are individuals who possess a fervent passion for both. Sia Ann-Marie Yajah, the founder of Indulge SL Limited, epitomizes this unique combination. With her unwavering commitment to personal and professional growth, Sia is...