The Green Giraffe – nýr samstarfsaðili!

17.11.21

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að við höfum hafið samstarf við nýjan hönnuð undir merkjum Sweet Salone. The Green Giraffe er verkefni sem hefur það að aðalmarkmiði að styðja við og styrkja samfélög í Freetown í gegnum umhverfisvæna og sjálfbæra handverksframleiðslu með það að leiðarljósi að þau verði efnahagslega sjálfstæð og geti séð fyrir sér á sjálfbæran hátt. Það fellur því vel að starfi Sweet Salone verkefnis Auroru og samstarfið vel til fundið. Handverksfólkið sem Green Giraffe vinnur með er að læra nýja tækni og þróar hæfni sína við gerð nýrra hluta sem hannaðir eru af hinum kanadíska stofnanda Sea Ramanat sem jafnframt leiðir verkefnið en hún er, ásamt fjölskyldu sinni, búsett í Freetown. Mikið af vörunum sem framleiddar eru undir merkjum Green Giraffe eru unnar úr endurunnum textíl þar sem efnið er ofið úr þráðum sem þegar hafa þjónað hlutverki, til að mynda sem hluti af flík en það gerir framleiðsluna enn umhverfisvænni og sjálfbærari. Aurora hefur vörur frá The Green Giraffe til sölu á skrifstofu sinni í Freetown (sjá meðfylgjandi myndir). Núverandi vörur eru m.a. falleg veski og púðaver en þar sem framleiðsla úr endurunnum textíl er takmarkað framboð af hverju efni fyrir sig. Á næsta ári verða vörurnar einnig til sölu í Hollandi undir merkjum Sweet Salone.

Við hlökkum til að sjá hvert samstarf The Green Giraffe og Aurora undir merkjum Sweet Salone leiðir en það mun ábyggilega bera góðan ávöxt! Hægt er að lesa sér betur til um The Green Giraffe á vefsíðu þeirra  hér og þau er einnig hægt að finna á Instagram hér.

 

   

Aurora Foundation third ICT for Beginners Course: A Remarkable Success

Aurora Foundation third ICT for Beginners Course: A Remarkable Success

We are thrilled to share the remarkable outcome of our latest ICT for Beginners course, which concluded on September 6th. Hosted at the Aurora office training center, this two-week program saw exceptional participation and success. Starting on August 26th, eager young...

Successful compelition of Marketing Bootcamp for UNDP’s Growth Accelerator Programme

Successful compelition of Marketing Bootcamp for UNDP’s Growth Accelerator Programme

                                                                                                                                                                                          We are thrilled to share the success of our recent three-day Marketing Bootcamp,...