Frumkvöðlavika (Global Entrepreneurship Week) í Sierra Leone

15.11.21

Aurora velgerðasjóður hlaut þann heiður að vera með-gestgjafi viðburðarins Dare2-Aspire: Women in Entrepreneurship á frumkvöðlaviku Sierra Leone í ár (Sierra Leone Global Entrepreneurship Week). Hringborðsumræður voru skipulagðar í kringum efnið „ungmenni, menntun og þróun frumkvöðlahugsunar“ í samvinnu við Innovation SL. Í kjölfar hringborðsins var haldið „pitch night“ fyrir konur í frumkvöðlastarfi.

Aurora þakkar Innovation SL, bakhjörlum viðburðarins, þátttakendum í hringborði, dómurum og að sjálfsögðu þeim stelpum og konum sem tóku þátt með viðskiptahugmyndum sínum, fyrir þátttöku á þessum degi. Veitt voru verðlaun í yngri og eldri flokki, fjármögnuð af bakhjarlinum Abu Kamara Entrepreneurship Funds en Abu Kamara er meðstofnandi og framkvæmdastjóri Grovara – fyrsta alþjóðlega heildsölumarkaðarins sem einblínir á meðvitaða vöruframleiðslu fyrir betri neyslu og er hann einnig reyndur viðskiptafrömuður með víðtæka reynslu af vöru -og markaðsþróun.