Árgangur 1!

05.02.20

Febrúar er genginn í garð, sem merkir að fyrsti árgangurinn í Pre-Accelerator prógramminu okkar er mættur  til leiks! Eins og þú eflaust last á vefsíðunni okkar síðastliðinn nóvember (ef ekki geturðu lesið um það hér), þá hófumst við handa við að byggja upp prógram þar sem einblínt verður á unga frumkvöðla í Sierra Leone. Ástæðan fyrir þessu er m.a. að atvinnuleysi hjá þessum hópi er mikið og fá atvinnutækifæri meðal ungmenna. Eftir langan undirbúningtíma, þróun kennsluáætlunar, viðburði, viðtöl og samræður við aðra í frumkvöðla bransanum hófst prógrammið loksins síðastliðinn mánudag. Það var mikil gleðistund þegar við buðum fyrsta árganginn okkar velkomin á skrifstofuna okkar hér í Freetown.

Hvert er svo framhaldið? Við samþykktum inn sjö sprotafyrirtæki í prógrammið okkar, sem mun verður í gangi frá febrúar og í maí 2020. Á þessum 4 mánuðum munu frumkvöðlarnir vinna í að koma fyrirtækjunum sínum á fót og þróa viðskiptahugmyndirnar. Þau munu hafa aðstöðu á skrifstofunni okkar þar sem þau fá greiðan aðgang að interneti og tölvum alla virka daga á vinnutíma.

Við munum leiðbeina frumkvöðlunum með gagnvirkri kennslu og fyrirlestrum, með áherslu á jafningjafræðslu. Prógramminu er skipt í þrjá hluta og í seinni tveimur hlutunum mun hvert sprotafyrirtæki fá sína eigin mentora sem geta veitt þeim sérsniðin ráð að þeirra þörfum.

 

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

From November 7th to November 14th, the esteemed board of the Aurora Foundation graced our organization with their presence. During their stay, they had the opportunity to familiarize themselves with our newly onboarded staff and paid visits to the talented artists...

Kraumur Music Awards – Jury at Work!

Kraumur Music Awards – Jury at Work!

Kraumur music fund was established in 2008 the Aurora Charity Fund in support of Icelandic music and artists – with special attention given to new and emerging talent. The fund operates on both local and on international level, cooperates with various bodies within...