Árgangur 1!

05.02.20

Febrúar er genginn í garð, sem merkir að fyrsti árgangurinn í Pre-Accelerator prógramminu okkar er mættur  til leiks! Eins og þú eflaust last á vefsíðunni okkar síðastliðinn nóvember (ef ekki geturðu lesið um það hér), þá hófumst við handa við að byggja upp prógram þar sem einblínt verður á unga frumkvöðla í Sierra Leone. Ástæðan fyrir þessu er m.a. að atvinnuleysi hjá þessum hópi er mikið og fá atvinnutækifæri meðal ungmenna. Eftir langan undirbúningtíma, þróun kennsluáætlunar, viðburði, viðtöl og samræður við aðra í frumkvöðla bransanum hófst prógrammið loksins síðastliðinn mánudag. Það var mikil gleðistund þegar við buðum fyrsta árganginn okkar velkomin á skrifstofuna okkar hér í Freetown.

Hvert er svo framhaldið? Við samþykktum inn sjö sprotafyrirtæki í prógrammið okkar, sem mun verður í gangi frá febrúar og í maí 2020. Á þessum 4 mánuðum munu frumkvöðlarnir vinna í að koma fyrirtækjunum sínum á fót og þróa viðskiptahugmyndirnar. Þau munu hafa aðstöðu á skrifstofunni okkar þar sem þau fá greiðan aðgang að interneti og tölvum alla virka daga á vinnutíma.

Við munum leiðbeina frumkvöðlunum með gagnvirkri kennslu og fyrirlestrum, með áherslu á jafningjafræðslu. Prógramminu er skipt í þrjá hluta og í seinni tveimur hlutunum mun hvert sprotafyrirtæki fá sína eigin mentora sem geta veitt þeim sérsniðin ráð að þeirra þörfum.