Árgangur 1!

05.02.20

Febrúar er genginn í garð, sem merkir að fyrsti árgangurinn í Pre-Accelerator prógramminu okkar er mættur  til leiks! Eins og þú eflaust last á vefsíðunni okkar síðastliðinn nóvember (ef ekki geturðu lesið um það hér), þá hófumst við handa við að byggja upp prógram þar sem einblínt verður á unga frumkvöðla í Sierra Leone. Ástæðan fyrir þessu er m.a. að atvinnuleysi hjá þessum hópi er mikið og fá atvinnutækifæri meðal ungmenna. Eftir langan undirbúningtíma, þróun kennsluáætlunar, viðburði, viðtöl og samræður við aðra í frumkvöðla bransanum hófst prógrammið loksins síðastliðinn mánudag. Það var mikil gleðistund þegar við buðum fyrsta árganginn okkar velkomin á skrifstofuna okkar hér í Freetown.

Hvert er svo framhaldið? Við samþykktum inn sjö sprotafyrirtæki í prógrammið okkar, sem mun verður í gangi frá febrúar og í maí 2020. Á þessum 4 mánuðum munu frumkvöðlarnir vinna í að koma fyrirtækjunum sínum á fót og þróa viðskiptahugmyndirnar. Þau munu hafa aðstöðu á skrifstofunni okkar þar sem þau fá greiðan aðgang að interneti og tölvum alla virka daga á vinnutíma.

Við munum leiðbeina frumkvöðlunum með gagnvirkri kennslu og fyrirlestrum, með áherslu á jafningjafræðslu. Prógramminu er skipt í þrjá hluta og í seinni tveimur hlutunum mun hvert sprotafyrirtæki fá sína eigin mentora sem geta veitt þeim sérsniðin ráð að þeirra þörfum.

 

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...

Container shipment to Europe

Container shipment to Europe

On April 24th and 25th, The Aurora Foundation team worked together to pack a container bound for Europe. It required careful planning and many hands to ensure that each item met Sweet Salone's standards. With attention to detail, the container was closed on April 25th...

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Making a Difference with Handmade Sierra Leonean Home Decor www.sweet-salone.com The Sweet Salone Webshop is an online platform that offers 100% handmade Sierra Leonean home decor products to customers around the world. This new venture is not only an excellent...