Síðastliðinn föstudag, 7. febrúar gáfum við út fjórtán útskriftarskírteini fyrir nemendur á grunntölvunámskeiðinu okkar. Auk skírteinanna komum við Princes Caulker á óvart með tölvu sem við fengum gefins frá Íslandsbanka. Hún varð stigahæst á lokaprófinu og var með fullkomna mætingu í gegnum námskeiðið. Við erum ofboðslega stolt af frammistöðu nemendanna síðastliðnar tvær vikur og vonumst til að sjá þá aftur á framhaldstölvunámskeiðinu okkar – við tilkynnum dagsetningu á því námskeiði bráðum!
Stofnendur Aurora velgerðasjóðs í Freetown
Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson, stofnendur Aurora velgerðasjóðs, komu til Sierra Leone eftir nokkurt hlé vegna covid heimsfaraldursins og voru í Freetown of nágrenni nokkra daga í maí. Heimsóttu þau meðal annars Lettie Stuart Pottery setrið og...