Regína hefur gegnt starfi forstöðumanns greiningardeildar Arion banka frá því í nóvember 2013. Áður starfaði Regína sem hagfræðingur á hagfræðisviði Seðlabankans frá árinu 2007. Hún var verkefnastjóri hjá Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) í Guyana frá 2005 til 2007. Þá starfaði Regína við greiningar á hrávörumörkuðum og ráðgjöf hjá CRU Analysis og CRU Strategies í London frá 2001 til 2005.
Aurora hefur ákveðið að leggja enn meiri kraft í þróunarstarf og er Regína ráðin til að stýra því starfi. Hún mun hafa aðsetur á Íslandi og fylgja verkefnum eftir með því að heimsækja svæði þar sem sjóðurinn starfar í nánu samstarfi við heimafólk.
Regína er með BS-próf í hagfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í þróunarhagfræði frá School of Oriental and African Studies, London.
Save The Children Iceland X Aurora Foundation
Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...