Auður hefur gengt starfi framkvæmdastjóra Aurora velgerðasjóðs undanfarin fimm ár. Hún hefur nú flust búferlum til Hollands ásamt fjölskyldu sinni og lét af störfum í byrjun ágúst.
Aurora hefur sinnt þróunarstarfi víðsvegar um heim undanfarin ár en hefur nú ákveðið að leggja enn meiri kraft í það starf og minnka áherslu á verkefni sín á Íslandi. Fyrr á árinu var Regína Bjarnadóttir þróunarhagfræðingur ráðin til þess að stýra þróunarverkefnum Aurora og mun hún nú einnig taka við starfi framkæmdastjóra Aurora velgerðasjóðs.
Stjórn Aurora þakkar Auði fyrir afar farsælt, gott og skemmtilegt samstarf á liðnum árum og óskar henni velfarnaðar í Hollandi.
Styrkveiting frá UTN fyrir námskeiðahaldi
Aurora velgerðasjóður hlaut nú nýlega styrk fyrir verkefninu Valdefling ungmenna með þjálfun í upplýsingatækni og viðskiptarekstri úr sjóði Utanríkisráðuneytisins sem styrkir félagasamtök í þróunarsamvinnu. Nemur upphæð styrksins rúmum fjórum milljónum íslenskra...