Styrkur til UNICEF

18.06.14

Í dag var undirritaður nýr styrktarsamningur við UNICEF á Íslandi þar sem Aurora velgerðasjóður heldur áfram stuðningi við menntun og vernd barna í einu fátækasta ríki heims Sierra Leone í Afríku.
Á myndinni eru þau Stefán Ingi Stefánsson framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi og Auður Einarsdóttir framkvæmdastjóri Auroru velgerðasjóðs.

Styrkurinn mun stuðla að myndun 100 mæðraklúbba sem hafa reynst öflug leið til að koma fátækustu börnunum í Sierra Leone í skóla, halda gildi menntunar á lofti og stuðla að valdeflingu kvenna.

Síðastliðin ár hefur Aurora veitt umfangsmikinn stuðning við menntaverkefni Unicef í Sierra Leone sem einnig er unnið er í samstarfi við menntamálayfirvöld þar í landi.  Nú þegar hafa um 300 mæðraklúbbar verið stofnaðir í Kono héraði, en það hérað fór einna verst út úr stríðinu sem geysaði í landinu fyrir um 10 árum síðan.  Meðalfjöldi mæðra í klúbbunum eru um 40 en nemendafjöldinn sem klúbbarnir sinna eru um 230 sem þýðir að margfeldisáhrifin eru gríðarleg þar sem mæðraklúbbarnir hafa nú þegar náð til um 70.000 barna.   Með stofnun 100 mæðraklúbba til viðbótar má reikna með að innan tveggja ára verði talan komin í kringum 100.000 börn.

Verksvið mæðraklúbbana má skilgreina á eftirfarandi hátt:

Menntun:

Barnavernd:

Valdefling:

Efnahagsþróun:

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...

Container shipment to Europe

Container shipment to Europe

On April 24th and 25th, The Aurora Foundation team worked together to pack a container bound for Europe. It required careful planning and many hands to ensure that each item met Sweet Salone's standards. With attention to detail, the container was closed on April 25th...

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Making a Difference with Handmade Sierra Leonean Home Decor www.sweet-salone.com The Sweet Salone Webshop is an online platform that offers 100% handmade Sierra Leonean home decor products to customers around the world. This new venture is not only an excellent...