„Hæg breytileg átt“ málþing í Iðnó

24.05.14

Líflegar umræður sköpuðust í opinni samræðu um áskoranir og tækifæri í íbúðaþróun sem verkefnið HÆG BREYTILEG ÁTT efndi til í Iðnó og Gasstöðinni við Hlemm laugardaginn 24. maí.

Í umræðunum mátti heyra fjölbreyttar hugleiðingar og sem dæmi lagði Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra áherslu á mikilvægi þess að skoða strax í upphafi verð íbúðarhúsnæðis og rekstrarform.
Jón Gnarr benti á að svokölluð græn verkefni væru ekki lengur gæluverkefni heldur lífsnauðsynleg. Hann taldi Skeifuna ágætt dæmi um hverfi sem hefði möguleika á að breytast í íbúðarhverfi og vitnaði í Einstein: “ Ef hugmynd er ekki absúrd í upphafi þá er hún einskins virði.“