Shelter for Life

Ár
Fjárhæð
Svæði
Samstarfsaðilar
2009
ISK 690.120
Nepal

Leysin American School

Vegna lélegs aðbúnaðar í fjallaþorpum Nepals ná einungis um 50% barna eins árs aldri og meðalaldur fólks er 36 ár. Öndunarfærasjúkdómar eru meginorsök þessarar háu dánartíðni og mun verkefnið því bjarga fjölda mannslífa.

Verkefnið Shelter for Life er á vegum bandarísku hjálparstofnunarinnar Beyond Tears Worldwide. Tilgangur verkefnisins er að skapa umhverfisvæn heimili (e. Shelter for Life) í Mugu-héraði í Nepal með því að útvega þorpsbúum sólarorku og reyklausar eldavélar. Með því skapast hreint loft og ljós á hvert heimili. Reyklausar eldavélar og sólarorkan mun einnig minnka notkun á eldivið um 65% og þar af leiðandi ágang á ört minnkandi skóglendi Himalajafjalla.

Útvaldir nemendur og kennarar Leysin American School í Sviss undir leiðsögn Lou Felo, starfsmanns hjálparstofnunarinnar, hafa farið árlega til Mugu-héraðs í Nepal og unnið að því að gera þetta að veruleika.

Með styrk frá Auroru velgerðasjóði fór hópur nemenda frá Sviss til þorpsins Jhamphay í Mugu-héraði og setti upp 36 sólarorkusellur og ofna.