MusMap.com

Ár
Fjárhæð
Svæði
2009
ISK 3.000.000
Ísland

MusMap.com er heimasíða fyrir klassíska tónlist og nútímatónlist sem Hugi Guðmundsson, tónskáld, átti frumkvæði að og setti á laggir með tæknilegri aðstoð Nuno Zimas, forritara frá Portúgal. Heimasíðunni er ætlað að vera eins konar „torg“ fyrir einleikara, hljómsveitir eða tónskáld til að kynna sig, verk sín eða verkefni. Síðunni er einnig ætlað að vera vettvangur fyrir skipuleggjendur viðburða af öllu tagi til að finna tónlist eða tónlistarflytjendur sem hæfa sérhverjum viðburði. Markmiðið er að efla klassíska tónlist og styrkja tengsl þeirra sem að listgreininni starfa á einn eða annan hátt.

Styrkurinn frá Auroru velgerðasjóði aðstoðaði við þróun og forritun á kynningarkerfi fyrir tónleika og aðra viðburði, auk þess að greiða fyrir því að koma styrktaraðilum á framfæri, halda til haga ferilskrám og í markaðssetningu síðunnar.