Útvarpsþáttur ungmenna í Mósambík

Ár
Fjárhæð
Svæði
Samstarfsaðilar
2009
ISK 3.500.000
Mósambík

UNICEF

Útvarpið er vinsælasti fjölmiðillinn í Afríku. Í Mósambík koma um 800 börn og ungmenni að gerð þáttar sem nær eyrum jafnaldra þeirra og eldri kynslóða um landið allt. UNICEF styður verkefnið og stuðlar þar með að því að börn og unglingar í Mósambík geti talað um margvísleg hugðarefni sín á sínum eigin forsendum. Í þættinum er fjallað um leiki og listir, en einnig um alvarleg mál á borð við alnæmi, ofbeldi gegn börnum og fíkniefni, svo eitthvað sé nefnt. Árið 2007 vann ríkisútvarpið í Mósambík til alþjóðlegra verðlauna, International Children’s Day of Broadcasting Award for Radio Excellence, fyrir að virkja skapandi hugsun og ímyndunarafl ungmenna og fyrir efnissöfnun og flutning í eigin útvarpsþætti.

Aurora studdi við gerð þáttanna með styrk til samstarfsaðila UNICEF í Mósambik: Radio Mozambique, Community Radio Forum og TV Mozambique.