Nýtt veftímarit um samstarf 1+1+1 og Aurora

20.03.18

Norræna hönnunarteymið 1+1+1 gaf nýlega út glæsilegt veftímarit um samstarf þeirra við Aurora velgerðarsjóð. 1+1+1 hópurinn er samstarfsverkefni hönnunarteymisins Hugdettu frá Íslandi, Aalto+Aalto frá Finnlandi og hönnuðarins Petru Lilju frá Svíþjóð, en í sameiningu vinna þau að tilraunakenndum hönnunarverkefnum.

Samstarf 1+1+1 og Aurora hófst árið 2017 með þátttöku þeirra í verkefninu Sweet Salone, þar sem hópurinn hannaði nytjahluti sem nú hafa verið framleiddir af hæfileikaríku handverksfólki frá Sierra Leone úr þarlendum hráefnum.

Afrakstur samvinnunnar var húsbúnaðarlínan 1+1+1+Sweet Salone sem var frumsýnd á HönnunarMars 14. mars s.l. í Mengi. Í nýju vörulínunni mætast ólíkir heimar norrænnar hönnunar og afrísks handverks, og fékk hún frábærar viðtökur hjá þeim fjölda fólks sem mætti á opnunina. Sala á vörunum fór frábærlega af stað strax á fyrsta degi, enda um bæði nýstárlega og kraftmikla hönnun að ræða.

Upplifunin af Sierra Leone og samstarfið við afríska handverksfólkið hafði mikil áhrif á meðlimi 1+1+1 eins og kemur berlega fram í veftímaritinu sem er mjög fallega hannað og glæsilegt að allri gerð.

1+1+1+Sweet Salone vörulínan verður áfram til sölu í versluninni Geysir Heima.

 

 

 

 

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

From November 7th to November 14th, the esteemed board of the Aurora Foundation graced our organization with their presence. During their stay, they had the opportunity to familiarize themselves with our newly onboarded staff and paid visits to the talented artists...

Kraumur Music Awards – Jury at Work!

Kraumur Music Awards – Jury at Work!

Kraumur music fund was established in 2008 the Aurora Charity Fund in support of Icelandic music and artists – with special attention given to new and emerging talent. The fund operates on both local and on international level, cooperates with various bodies within...