Nýtt veftímarit um samstarf 1+1+1 og Aurora

20.03.18

Norræna hönnunarteymið 1+1+1 gaf nýlega út glæsilegt veftímarit um samstarf þeirra við Aurora velgerðarsjóð. 1+1+1 hópurinn er samstarfsverkefni hönnunarteymisins Hugdettu frá Íslandi, Aalto+Aalto frá Finnlandi og hönnuðarins Petru Lilju frá Svíþjóð, en í sameiningu vinna þau að tilraunakenndum hönnunarverkefnum.

Samstarf 1+1+1 og Aurora hófst árið 2017 með þátttöku þeirra í verkefninu Sweet Salone, þar sem hópurinn hannaði nytjahluti sem nú hafa verið framleiddir af hæfileikaríku handverksfólki frá Sierra Leone úr þarlendum hráefnum.

Afrakstur samvinnunnar var húsbúnaðarlínan 1+1+1+Sweet Salone sem var frumsýnd á HönnunarMars 14. mars s.l. í Mengi. Í nýju vörulínunni mætast ólíkir heimar norrænnar hönnunar og afrísks handverks, og fékk hún frábærar viðtökur hjá þeim fjölda fólks sem mætti á opnunina. Sala á vörunum fór frábærlega af stað strax á fyrsta degi, enda um bæði nýstárlega og kraftmikla hönnun að ræða.

Upplifunin af Sierra Leone og samstarfið við afríska handverksfólkið hafði mikil áhrif á meðlimi 1+1+1 eins og kemur berlega fram í veftímaritinu sem er mjög fallega hannað og glæsilegt að allri gerð.

1+1+1+Sweet Salone vörulínan verður áfram til sölu í versluninni Geysir Heima.

 

 

 

 

Meet Sia from Aurora Impact’s Cohort 5!

Meet Sia from Aurora Impact’s Cohort 5!

In the realm of business and health, there are individuals who possess a fervent passion for both. Sia Ann-Marie Yajah, the founder of Indulge SL Limited, epitomizes this unique combination. With her unwavering commitment to personal and professional growth, Sia is...

Applied Statistics for Business & Marketing Research training

Applied Statistics for Business & Marketing Research training

The Applied Statistics for Business & Marketing Research training took place over two-week period (24th of April - 5th of May) in collaboration with Bifrost University in Reykjavik, Iceland. The training, which took place at Aurora’s office in Sierra Leone, aimed...

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...