Gestafyrirlesarar Aurora Impact

26.03.20

Fyrir 8 vikum hófu 7 frumkvöðlar þátttöku í Pre-Accelerator prógramminu okkar. Þetta þýðir að við erum næstum því hálfnuð með prógrammið, svo það er kjörið tækifæri að rifja upp gestafyrirlesara sem hafa tekið þátt undanfarnar vikur.

Fyrstur til að hitta frumkvöðlanna var Alexandre Tourre, einn af stofnendum Easy Solar. Alexandre talaði meðal annars um ferðalagið sem Easy Solar hefur farið í gegnum síðan það var stofnað og fór yfir allar þær áskorarnirnar og tækifæri sem má búast við í viðskiptum í Sierra Leone. Hann talaði einnig um markaðsrannsóknir sem Easy Solar hefur framkvæmt til þess að skilja markaðinn sinn betur.

Næsti fyrirlesari var Henry Alexander Henrysson sem spjallaði við hópinn um gagnrýna hugsun, meðal annars um algengar hugsanavillur og áhrifaþætti á skoðanamyndun.

Síðust en ekki síst í heimsókn var Ajara Bomah, stofnandi og forstjóri Women Mean Business. Ræddi hún við nemendurna m.a. um hvernig þeir geti þróað sögu varanna sinna (the brand story) og fór yfir mismunandi leiðir hvernig á að koma vörum sínum á.

Okkur langar til að þakka gestafyrirlesurunum fyrir að hafa gefið frumkvöðlunum okkar af tíma sínum og orku og þar með hjálpað þeim að komast lengra. Hefur þú áhuga á að taka þátt og vera með fyrirlestur? Vinsamlegast hafðu samband við sr@aurorafoundation.is.

Að öðru, í ljósi aðstæðna í samfélaginu sökum Covid-19 höfum við þurft að gera nauðsynlegar varúðarráðstafanir til að tryggja heilsu og öryggi starfsmanna okkar og nemenda. Við höfum þar með ákveðið að loka skrifstofu okkar um óákveðin tíma. Pre-accelerator verkefnið mun halda áfram á netinu og munum við halda nánu sambandi við alla nemendur okkar. Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband.

 

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...

Container shipment to Europe

Container shipment to Europe

On April 24th and 25th, The Aurora Foundation team worked together to pack a container bound for Europe. It required careful planning and many hands to ensure that each item met Sweet Salone's standards. With attention to detail, the container was closed on April 25th...

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Making a Difference with Handmade Sierra Leonean Home Decor www.sweet-salone.com The Sweet Salone Webshop is an online platform that offers 100% handmade Sierra Leonean home decor products to customers around the world. This new venture is not only an excellent...