Stofnendur Aurora velgerðasjóðs í Freetown

13.05.22

Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson, stofnendur Aurora velgerðasjóðs, komu til Sierra Leone eftir nokkurt hlé vegna covid heimsfaraldursins og voru í Freetown of nágrenni nokkra daga í maí.

Heimsóttu þau meðal annars Lettie Stuart Pottery setrið og samstarfsfólk okkar, vefarana í Brama Town. Þau voru viðstödd kynningardag og útskrift fjórða árgangs pre-accelerator prógrammsins sem átti sér stað á skrifstofunni okkar síðastliðinn þriðjudag. Veittu þau verðlaun og viðurkenningar til nemenda. Voru viðstaddir aðilar þakklátir fyrir nærveru og viðleitni hjónanna til að gera vel við samfélag og efnahag Sierra Leone.

Aðalfundur Auroru auk hefðbundins stjórnarfundar var auk þess haldinn í Freetown miðvikudaginn 11. maí þar sem restin af stjórn var tengd í gegnum fjarfundarbúnað og voru ýmis spennandi áform rædd svo það er um að gera að fylgjast vel með!

Teymið hjá Aurora í Freetown er einnig þakklátt fyrir að hafa notið viðveru stofnenda sjóðsins yfir þessa daga og hlökkum við til komandi tíma.

Aurora Impact Celebrates Success of Dynamic 3-Day Training with WODA

Aurora Impact Celebrates Success of Dynamic 3-Day Training with WODA

In a vibrant culmination of knowledge and entrepreneurial spirit, Aurora Impact has recently wrapped up a three-day training session in collaboration with the Women Development Association Sierra Leone (WODA). With over 42 dedicated participants who brought an...

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

From November 7th to November 14th, the esteemed board of the Aurora Foundation graced our organization with their presence. During their stay, they had the opportunity to familiarize themselves with our newly onboarded staff and paid visits to the talented artists...