Stofnendur Aurora velgerðasjóðs í Freetown

13.05.22

Ingibjörg Kristjánsdóttir og Ólafur Ólafsson, stofnendur Aurora velgerðasjóðs, komu til Sierra Leone eftir nokkurt hlé vegna covid heimsfaraldursins og voru í Freetown of nágrenni nokkra daga í maí.

Heimsóttu þau meðal annars Lettie Stuart Pottery setrið og samstarfsfólk okkar, vefarana í Brama Town. Þau voru viðstödd kynningardag og útskrift fjórða árgangs pre-accelerator prógrammsins sem átti sér stað á skrifstofunni okkar síðastliðinn þriðjudag. Veittu þau verðlaun og viðurkenningar til nemenda. Voru viðstaddir aðilar þakklátir fyrir nærveru og viðleitni hjónanna til að gera vel við samfélag og efnahag Sierra Leone.

Aðalfundur Auroru auk hefðbundins stjórnarfundar var auk þess haldinn í Freetown miðvikudaginn 11. maí þar sem restin af stjórn var tengd í gegnum fjarfundarbúnað og voru ýmis spennandi áform rædd svo það er um að gera að fylgjast vel með!

Teymið hjá Aurora í Freetown er einnig þakklátt fyrir að hafa notið viðveru stofnenda sjóðsins yfir þessa daga og hlökkum við til komandi tíma.

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Save The Children Iceland X Aurora Foundation

Hjálpumst að og verndum börn. Kauptu lyklakippuna. Lyklakippurnar sem eru til sölu núna hjá Barnaheill til styrktar þessu mikilvæga málefni eru gerðar af handverkslistafólkinu á Lumley Beach Arts and Crafts Market sem við höfum starfað með síðan 2017. Í myndbandinu má...

Container shipment to Europe

Container shipment to Europe

On April 24th and 25th, The Aurora Foundation team worked together to pack a container bound for Europe. It required careful planning and many hands to ensure that each item met Sweet Salone's standards. With attention to detail, the container was closed on April 25th...

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Sweet Salone Webshop launches in Europe!

Making a Difference with Handmade Sierra Leonean Home Decor www.sweet-salone.com The Sweet Salone Webshop is an online platform that offers 100% handmade Sierra Leonean home decor products to customers around the world. This new venture is not only an excellent...