Fjórði árgangur útskrifaður!

16.05.22

Á miðvikudaginn útskrifuðum við fjórða árgang StartUP (áður pre-acceleration) prógrammsins okkar og hann var jafnframt sá stærsti hingað til! Þrettán metnaðarfullir frumkvöðlar útskrifuðust úr prógramminu og eru tilbúin að þróa fyrirtækin sín enn frekar og halda áfram að vaxa. Við hlökkum til að halda áfram að vinna með þeim og erum stolt að sjá framfarirnar sem þau hafa náð á síðastliðnum mánuðum.

Eftir að hafa staðið fyrir frumkvöðlanámskeiðum í yfir tvö ár höfum við lært mikið um umhverfið hér í Sierra Leone og áskoranir sem bundnar eru umhverfinu og samhengi hlutanna. Af þeim ástæðum höfum við einnig tekið ákvörðun um og tilkynnum með ánægju að við munum veita fjármagn til þeirra startup-fyrirtækja sem við sjáum að hafa sýnt ástríðu og helgað sig ferlinu og einnig sýnt fram á markaðstækifæri viðskipta sinna. Öllum frumkvöðlunum var því boðið að sækja um og kynna sitt fyrirtæki á innanhúss pitch viðburði.

Tveimur dögum fyrir útskrift kepptust fimm frumköðlar um hygli dómaranefndar, sem var meðal annars skipuð stjórnarmeðlimum Aurora og meðlimum ráðgjafanefndar Aurora Impact. Verðlaunahafarnir voru síðan tilkynntir eftir kynningardaginn á miðvikudag þar sem allir frumkvöðlarnir fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sín, þjónustu og vörur fyrir gestum.

Það voru bæði þau Henretta Pamella Haruna og Ansumana Junior Munda sem fóru með sigur af hólmi í pitch keppninni en til viðbótar bjuggum við til ný verðlaun til að veita aukinn stuðning einum ungum frumkvöðli sem hefur sannarlega sýnt okkur frumkvöðlaandann í verki. Veittum við Zainab Bah viðurkenningu sem nefnist hin unga upprennandi stjarna. Á næstu mánuðum munum við svo vinna með öllum þremur verðlaunahöfum til að veita þeim þann stuðning sem þau þurfa.

Þessi útskriftarathöfn hafði einnig sérstakan blæ yfir sér þar sem stofnendur Auroru voru viðstaddir og veittu þau verðlaun og viðurkenningar eftir að hafa haldið tölu fyrir útskriftarefnin, vini þeirra og fjölskyldumeðlimi sem viðstödd voru athöfnina.

Grassroot Gender Empowerment Movement

Grassroot Gender Empowerment Movement

GGEM is a Sierra Leonean microfinance institution that Aurora Foundation has been supporting since 2014. GGEM stands for Grassroots Gender Empowerment Movement. We got to meet some of GGEM successful clients and now we share their stories.  Meet Miss Mariatu Sesay!...

Pop-up markaður Sweet Salone í Freetown, 17.-19. nóvember 2022

Pop-up markaður Sweet Salone í Freetown, 17.-19. nóvember 2022

Síðastliðna helgi var pop-up markaður Sweet Salone haldinn á skrifstofu Aurora Foundation í Freetown. Aðsókn fór fram úr öllum okkar væntingum, við erum afskaplega ánægð með þátttökuna og gleðina sem ríkti alla helgina. Við hlökkum einnig gríðarlega mikið til þess að...

Aurora Impact and its 5th cohort!

Aurora Impact and its 5th cohort!

Our purpose is to empower, develop and connect using creativity and development whilst honoring traditions and culture across continents. It sounds complicated but we see it in practice every single day. It requires great work, and we are constantly re-evaluating our...