Fjórði árgangur útskrifaður!

16.05.22

Á miðvikudaginn útskrifuðum við fjórða árgang StartUP (áður pre-acceleration) prógrammsins okkar og hann var jafnframt sá stærsti hingað til! Þrettán metnaðarfullir frumkvöðlar útskrifuðust úr prógramminu og eru tilbúin að þróa fyrirtækin sín enn frekar og halda áfram að vaxa. Við hlökkum til að halda áfram að vinna með þeim og erum stolt að sjá framfarirnar sem þau hafa náð á síðastliðnum mánuðum.

Eftir að hafa staðið fyrir frumkvöðlanámskeiðum í yfir tvö ár höfum við lært mikið um umhverfið hér í Sierra Leone og áskoranir sem bundnar eru umhverfinu og samhengi hlutanna. Af þeim ástæðum höfum við einnig tekið ákvörðun um og tilkynnum með ánægju að við munum veita fjármagn til þeirra startup-fyrirtækja sem við sjáum að hafa sýnt ástríðu og helgað sig ferlinu og einnig sýnt fram á markaðstækifæri viðskipta sinna. Öllum frumkvöðlunum var því boðið að sækja um og kynna sitt fyrirtæki á innanhúss pitch viðburði.

Tveimur dögum fyrir útskrift kepptust fimm frumköðlar um hygli dómaranefndar, sem var meðal annars skipuð stjórnarmeðlimum Aurora og meðlimum ráðgjafanefndar Aurora Impact. Verðlaunahafarnir voru síðan tilkynntir eftir kynningardaginn á miðvikudag þar sem allir frumkvöðlarnir fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sín, þjónustu og vörur fyrir gestum.

Það voru bæði þau Henretta Pamella Haruna og Ansumana Junior Munda sem fóru með sigur af hólmi í pitch keppninni en til viðbótar bjuggum við til ný verðlaun til að veita aukinn stuðning einum ungum frumkvöðli sem hefur sannarlega sýnt okkur frumkvöðlaandann í verki. Veittum við Zainab Bah viðurkenningu sem nefnist hin unga upprennandi stjarna. Á næstu mánuðum munum við svo vinna með öllum þremur verðlaunahöfum til að veita þeim þann stuðning sem þau þurfa.

Þessi útskriftarathöfn hafði einnig sérstakan blæ yfir sér þar sem stofnendur Auroru voru viðstaddir og veittu þau verðlaun og viðurkenningar eftir að hafa haldið tölu fyrir útskriftarefnin, vini þeirra og fjölskyldumeðlimi sem viðstödd voru athöfnina.

New ICT graduates!

New ICT graduates!

Last week we were able to congratulate not one, but two groups of ICT students with a certificate after they passed their exam! The past two weeks we had the pleasure of hosting an Intermediate ICT training during morning hours, and a Coding Bootcamp in the afternoon....

Vinnustofa í markaðssetningu í Lettie Stuart keramiksetrinu

Vinnustofa í markaðssetningu í Lettie Stuart keramiksetrinu

Í síðustu viku kom Yasmin Metz-Johnson, stofnandi Yasmin Tells, í Lettie Stuart keramiksetrið í Waterloo þar sem hún leiddi vinnustofu í því hvernig er hægt að markaðssetja keramikvörurnar! Hátíðarnar eru á næsta leiti (og jólamarkaðir í Freetown) og teymið og...

Við erum að stækka og leitum að frábæru fólki í teymið!

Við erum að stækka og leitum að frábæru fólki í teymið!

Við erum mjög spennt yfir vexti Auroru um þessar mundir og þeim nýju verkefnum sem framundan eru og erum þess vegna að auglýsa eftir tveimur nýjum aðilum í teymið okkar í Freetown. Við erum að ráða alþjóðlegt starfsfólk og leitum eftir verkefnastjóra fyrir Sweet...