Rausnarlegt framlag Deloitte við starfsemi Auroru

19.05.17

Aurora hefur átt gott og farsælt samstarf við Deloitte undanfarin ár. Deloitte hefur séð um að annast ársreikningagerð fyrir Auroru velgerðasjóð og dóttursjóðina tvo, Kraum tónlistarsjóð og Hönnunarsjóð Auroru.

Á nýliðnum aðalfundi Auroru velgerðasjóðs tilkynntu fulltrúar Deloitte, í kjölfar kynningar á ársreikningnum, að öll vinna fyrir þennan ársreikning og fyrir ársreikninga Auroru í framtíðinni sé framlag Deloitte til þess góða starfs sem Aurora sé að vinna að. En þess má geta að Aurora hefur veitt 786 milljónir króna til verkefna bæði hér á landi og erlendis frá stofnun fyrir 10 árum síðan.

Stjórn Auroru vill hér með koma á framfæri sérstöku þakklæti til stjórnar Deloitte fyrir þetta rausnarlega framlag og hlakkar til áframhaldandi samstarfs í framtíðinni.

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

From November 7th to November 14th, the esteemed board of the Aurora Foundation graced our organization with their presence. During their stay, they had the opportunity to familiarize themselves with our newly onboarded staff and paid visits to the talented artists...

Kraumur Music Awards – Jury at Work!

Kraumur Music Awards – Jury at Work!

Kraumur music fund was established in 2008 the Aurora Charity Fund in support of Icelandic music and artists – with special attention given to new and emerging talent. The fund operates on both local and on international level, cooperates with various bodies within...