Aurora gefur 20 sjúkrarúm í Sierra Leone

23.05.17

Aurora var að ljúka við að gefa tuttugu sjúkrarúm til þriggja mismunandi spítala í Sierra Leone. Nokkur rúm voru gefin til Koidu Government Hospital (KGH) sem er í Kono héraði, en Aurora hefur stutt við nokkur verkefni í því héraði. Önnur voru gefin til Princess Christian Maternity Hospital (PCMH) í Freetown, en það er helsti fæðingarspítalinn á vegum hins opinbera. Mörg rúm voru svo færð Aberdeen Women Centern (AWC) í Freetown, en það er bæði fæðingarheimili og spítali þar sem framkvæmdar eru aðgerðir vegna fistills (e. fistula).

PCMH var einstaklega þakklátt að fá góð sjúkrarúm með hliðargrindum, en flest rúmana sem fyrir eru eru mjög einföld. Þau munu nota rúmin bæði fyrir konur sem hafa þróað með sér svokallaða eclampsíu á meðgöngunni, sem er of hár blóðþrýstingur sem veldur flogaköstum, og einnig fyrir konur sem hafa farið í keisarauppskurð.

Aberdeen Women Center fékk flest rúmmin, sem þau hafa sett upp á nýrri deild sem þau voru að enda við að byggja og verður opnuð von bráðar. Þau voru einnig einstaklega þakklát fyrir þessa góðu sendingu sem hefði ekki getað komið á betri tíma. Aberdeen Women Center var upprunalega sett á laggirnar sem spítali fyrir konur með fistil en opnaði fljótlega einnig fæðingargang. Nýlega hafa þau verið að auka við fjölda fæðinga sem þau geta tekið á móti í hverjum mánuði og er opnun á nýrri deild hluti af þeirri þróun.

KGH spítalinn í Kono er rekinn með stuðningi frá Partners in Health, sem eru bandarísk hjálparsamtök sem styðja við spítala og aðra heilsugæslur á mjög erfiðum svæðum. Samtökin tóku á móti rúmunum fyrir hönd spítalans og munu koma þeim á réttan stað í austurhluta Sierra Leone þar sem hann er staðsettur.

 

 

Get to know Bai Conteh from Cohort 5 – Aurora Impact

Get to know Bai Conteh from Cohort 5 – Aurora Impact

Bai Conteh, a member of Cohort 5 at Aurora Impact, embodies the qualities of an entrepreneur wholeheartedly. Through his unwavering commitment and thirst for knowledge, Bai has not only overcome the challenges of operating in a volatile economic climate but has also...

3 day CANVA training!

3 day CANVA training!

The 3-day Canva training took place from 30th May to 1st of June 2023 at Aurora Foundation. The training was facilitated by Kharifa Abdulai Kumara and his team from DreamDay Technology. The main objective of the training was to provide participants with the necessary...

Meet Sia from Aurora Impact’s Cohort 5!

Meet Sia from Aurora Impact’s Cohort 5!

In the realm of business and health, there are individuals who possess a fervent passion for both. Sia Ann-Marie Yajah, the founder of Indulge SL Limited, epitomizes this unique combination. With her unwavering commitment to personal and professional growth, Sia is...