Pop-up markaður Sweet Salone í Freetown, 17.-19. nóvember 2022

24.11.22

Síðastliðna helgi var pop-up markaður Sweet Salone haldinn á skrifstofu Aurora Foundation í Freetown.

Aðsókn fór fram úr öllum okkar væntingum, við erum afskaplega ánægð með þátttökuna og gleðina sem ríkti alla helgina. Við hlökkum einnig gríðarlega mikið til þess að vera með jólamarkaðinn okkar heima á Íslandi 9.-11. desember næstkomandi! Við erum nokkuð viss um það að sama gleði og hlýja muni verða ríkjandi í MENGI líkt og ríkti hér um helgina. Við sjáum glöggt mikilvægi þess að næra og rækta innlenda vandaða framleiðslu hér í Sierra Leone, ennfremur sjáum við að Aurora Foundation er sterk stoð í uppbyggingu skapandi geirans hér í Sierra Leone.

Í ár líkt og fyrri ár var Lettie Stuart Pottery, keramikverkstæðið sem við styrkjum ásamt SLADEA (Sierra Leone Adult Education Association) með aðkomu frá Utanríkisráðuneyti Íslands, einnig með sínar eigin vörur til sölu og vöktu þau mikla athygli. Lettie Stuart Pottery var formlega opnað í febrúar 2019 og árið 2021 undirrituðum við 5 ára samstarfssamning við LSP. Á hverju ári bjóðum við einnig einum listamanni frá Sierra Leone að vera með bás í rýminu okkar. Í ár var það ,,Shea and more“, fyrirtækið er rekið af ungri Sierra Leonískri konu, hún byrjaði fyrir 5 árum og er núna með heila línu af húð og hárvörum, hún notar mestmegnis afurðir sem finna má í Sierra Leone og þarf því lítið að reiða sig á innflutning. Við hlökkum til að fylgjast enn betur með henni.

 

Guðbjörg from KerRvk is here!

Guðbjörg from KerRvk is here!

The center busses with life everyday, and the humor and happiness in the air are very tangible. Guðbjörg is here! Guðbjörg Káradóttir is the founder of Ker, a brand based in Reykjavik Iceland. All items by Ker are designed and handmade on the wheel with passion and...

Equipping the youth of Sierra Leone for the age of digitization

Equipping the youth of Sierra Leone for the age of digitization

On Friday the 16th of December we got together with Isata Jallo. Isata Jallo was a member of  Aurora Impact’s second Cohort. We decided to meet at the launch of Freetown design and creative art network, a collaborative project between Freetown and Milan...

The power of photography

The power of photography

  Hickmatu is a young inspiring Sierra Leonean photographer, we got to know Hickmatu when she joined Aurora Impact's 3rd Cohort back in 2020. We have kept a close eye on her since then, and it has been inspiring to say the least, to see the beauty she has created...