Pop-up markaður Sweet Salone í Freetown, 17.-19. nóvember 2022

24.11.22

Síðastliðna helgi var pop-up markaður Sweet Salone haldinn á skrifstofu Aurora Foundation í Freetown.

Aðsókn fór fram úr öllum okkar væntingum, við erum afskaplega ánægð með þátttökuna og gleðina sem ríkti alla helgina. Við hlökkum einnig gríðarlega mikið til þess að vera með jólamarkaðinn okkar heima á Íslandi 9.-11. desember næstkomandi! Við erum nokkuð viss um það að sama gleði og hlýja muni verða ríkjandi í MENGI líkt og ríkti hér um helgina. Við sjáum glöggt mikilvægi þess að næra og rækta innlenda vandaða framleiðslu hér í Sierra Leone, ennfremur sjáum við að Aurora Foundation er sterk stoð í uppbyggingu skapandi geirans hér í Sierra Leone.

Í ár líkt og fyrri ár var Lettie Stuart Pottery, keramikverkstæðið sem við styrkjum ásamt SLADEA (Sierra Leone Adult Education Association) með aðkomu frá Utanríkisráðuneyti Íslands, einnig með sínar eigin vörur til sölu og vöktu þau mikla athygli. Lettie Stuart Pottery var formlega opnað í febrúar 2019 og árið 2021 undirrituðum við 5 ára samstarfssamning við LSP. Á hverju ári bjóðum við einnig einum listamanni frá Sierra Leone að vera með bás í rýminu okkar. Í ár var það ,,Shea and more“, fyrirtækið er rekið af ungri Sierra Leonískri konu, hún byrjaði fyrir 5 árum og er núna með heila línu af húð og hárvörum, hún notar mestmegnis afurðir sem finna má í Sierra Leone og þarf því lítið að reiða sig á innflutning. Við hlökkum til að fylgjast enn betur með henni.

 

Lettie Stuart Pottery School Exhibition

Lettie Stuart Pottery School Exhibition

We are delighted to share the resounding success of the recent Pottery School Exhibition held at Lettie Stuart Pottery in Waterloo on March 14th. The event, hosted by Aurora Foundation, was a vibrant celebration of the remarkable progress achieved by the students of...

Business Model Canvas training – IR Bootcamp

Business Model Canvas training – IR Bootcamp

On March 12th, the Aurora Foundation Training Center buzzed with entrepreneurial energy as we hosted a dynamic Business Model Canvas training session tailored for IR Bootcamp startup businesses. Facilitated by our adept Aurora Impact Programme Manager, Mavis Madaure,...

Successful compelition of ICT Webpage Development Overview Course

Successful compelition of ICT Webpage Development Overview Course

We are excited to share the successful conclusion of our recent 2-week ICT Web Development overview and outline course, finalized on February 27th at the Aurora Office Training Center. Participants joined us on February 12th for a week-long exploration of ICT Webpage...