Stöðuuppfærsla af núverandi árgangi pre-accelerator prógrammsins!

27.09.21

Skrifstofa Aurora er komin aftur á fullt skrið eftir meiri rólegheit yfir rigningartímann. Á bakvið tjöldin hefur hins vegar mikið verið í gangi hjá okkur og Suzanne og Samuel meðal annars verið að vinna að breytingum á pre-accelerator prógramminu okkar. Regína og Makalay hafa síðan verið að vinna með handverksfólkinu okkar að lang-tíma áætlun.
Við erum líka spennt að segja frá hvað hefur verið að gerast hjá fyrirtækjunum sem taka þátt í þriðja árgangi pre-accelerator prógrammsins okkar!

BREathe Yoga & Wellbeing

Á meðan mörg okkar hafa forðast það að fara út í rigningarnar undanfarið hefur teymið hjá BREathe Yoga & Wellbeing heldur betur verið upptekin. Nú í sumar tryggðu þau sér rými fyrir yoga stúdíóið sitt, nálægt þjóðarleikvanginum þar sem þau leiða nú daglega yoga tíma. Þau hafa einnig, með Samuel úr teyminu okkar, verið að vinna að viðskiptaáætlun sinni og samfélagsmiðlanotkun.

GRL. Photography

Spennandi tímar eru framundan há ljósmyndaranum Hickmatu en hún mun halda sína fyrstu ljósmyndasýningu á Swiss Hotel í Freetown þann 30. September (miðar eru seldir beint hjá Swiss Hotel). Í sumar tók hún þátt í EWC National Finals þar sem hún pitchaði fyrirtækið sitt, vann með Samuel að markmiðasetningu og tók að sér nokkrar myndatökur, meðal annars fyrir BREathe Yoga & Wellbeing (sjá mynd hér fyrir ofan).

Youth Empowerment Forum

Báðir stofnendur hafa verið uppteknir við að reka fyrirtækið í Kono og sinna háskólanámi sínu í Freetown en hafa engu að síður tekið á móti öðrum hópi í life skills prógrammið sitt. Þau reikna ennfremur með að halda prógramminu áfram og leggja upp með að hefjast handa með þriðja hópinn í byrjun næsta árs.

Aurora Impact Celebrates Success of Dynamic 3-Day Training with WODA

Aurora Impact Celebrates Success of Dynamic 3-Day Training with WODA

In a vibrant culmination of knowledge and entrepreneurial spirit, Aurora Impact has recently wrapped up a three-day training session in collaboration with the Women Development Association Sierra Leone (WODA). With over 42 dedicated participants who brought an...

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

Aurora Foundation’s Board Embarks on a Productive Visit

From November 7th to November 14th, the esteemed board of the Aurora Foundation graced our organization with their presence. During their stay, they had the opportunity to familiarize themselves with our newly onboarded staff and paid visits to the talented artists...