Áframhaldandi stuðningur UTN við uppbyggingu Lettie Stuart leirkerasetursins

15.09.21

Utanríkisráðuneytið heldur áfram að styðja við uppbyggingu leirkeraverkstæðisins Lettie Stuart Pottery Center (LSP) og starfsemi þess með styrkveitingu en leirkeraverkstæðið hefur hlotið styrk frá UTN fyrir tilstilli Auroru velgerðasjóðs. Styrkurinn er hluti af stærra samstarfi Utanríkisráðuneytisins (UTN) við íslensk félagasamtök í þróunarsamvinnu og mannúðaraðstoð.

Aurora velgerðasjóður hefur hefur verið leiðandi í að byggja upp leirkeraverkstæðið sem staðsett er rétt fyrir utan höfuðborg Sierra Leone, Freetown. Ýmis starfsemi er í LSP önnur en leirkeragerð og er í raun um að ræða keramiksetur þar sem nemendur stunda 18 mánaða keramiknámskeið, hægt er að sækja stutt námskeið um helgar og kaupa vörur unnar af keramikerum verkstæðisins.

UTN studdi við uppbyggingu setursins á síðasta ári og er þetta því í annað sinn sem Lettie Stuart Pottery Center nýtur góðs af styrkjum frá UTN. Yfirskrift fyrri styrkveitingarinnar og verkefnisins var „Handleiðsla, fyrstu skrefin í sjálfbærum rekstri Lettie Stuart Pottery“ en verkefnið sem nú hefur tekið við ber heitið „Lettie Stuart Pottery – ýtt úr vör“ og hófst vinna að nýjum markmiðum fyrr í haust.

Verkefnið hefur gengið vel og vinnur Aurora Velgerðasjóður að því í samstarfi við samtökin Sierra Leone Adult Education Association (SLADEA). En þau vinna að menntun og fræðslu fullorðinna í landinu og nýlega skrifaði Aurora undir nýjan 5 ára samstarfssamning við SLADEA um að styðja við uppgang Keramiksetursins.

Vöruskortur tengdur heimsfaraldrinum hefur þó orðið þess valdandi að nokkur seinkun er á komu vélabúnaðar sem er mikilvægur þáttur í að nútímavæða vinnuna og verkstæðið í heild sinni, auka framleiðslugetu og bæta framleiðsluferlið, sem er nú líkamlega mjög krefjandi. Styrkveitingin gerir LSP einnig kleift að fá til liðs við sig reynda utanaðkomandi keramikera sem unnið hafa með þeim áður, að rannsaka betur og þróa leirinn sem er notaður, auk þess að efla starfsfólkið á öðrum sviðum. Með því er stuðlað að því að setrið verði smám saman sjálfbært og atvinnuskapandi og geti í náinni framtíð staðið undir sér sjálfstætt án stuðnings utanaðkomandi aðila.

Mikið atvinnuleysi er í landinu og sér í lagi meðal ungs fólks og hefur það aukist, líkt og annars staðar, í kjölfar COVID-19 faraldursins. Lettie Stuart keramikverkstæðið er öflugt verkfæri gegn atvinnuleysi en einnig fyrir þjálfun og menntun fólks og varðveislu þekkingar. Áhrifin smita út frá sér í hagkerfið en setrið hefur undanfarið vakið talsverða eftirtekt í Sierra Leone.

Lettie Stuart keramikverkstæðið er einstakt því það eru fá verkstæði í Afríku sem státa af getu til hábrennslu og þekkingar heimamanna til að búa til góða keramikvöru. Verkefnið er því ekki einungis atvinnuskapandi og áhugavert að því leyti heldur er einnig verið að ýta undir að varðveita handverk og þekkingu í landinu sem og þróa hana áfram. Vörur handunnar í Sierra Leone úr hráefni frá nærumhverfinu eiga því mikið markaðstækifæri á heimsvísu, einkum þegar kröfur um sjálfbærni og uppruna handverks verða stöðugt háværari.

Að gera LSP að sjálfbæru verkstæði til framtíðar, sem getur haldið áfram að þjálfa ungt fólk, einkum konur, í framleiðslu keramikvara er lóð á vogarskálina á móti gífurlegu atvinnuleysi í Sierra Leone. Hráefni og eftirspurn eru til staðar og svigrúm fyrir mun fleiri starfandi keramikera í landinu. Með því að styrkja stoðir LSP eykst fjölbreytni í iðnaði og listhandverki og tækifæri skapast fyrir ungt fólk að koma undir sig fótum og sjá sér farborða til framtíðar.

Frekari upplýsingar um samstarf Auroru og SLADEA í uppbyggingu Keramiksetursins má finna hér.

Aurora Foundation third ICT for Beginners Course: A Remarkable Success

Aurora Foundation third ICT for Beginners Course: A Remarkable Success

We are thrilled to share the remarkable outcome of our latest ICT for Beginners course, which concluded on September 6th. Hosted at the Aurora office training center, this two-week program saw exceptional participation and success. Starting on August 26th, eager young...

Successful compelition of Marketing Bootcamp for UNDP’s Growth Accelerator Programme

Successful compelition of Marketing Bootcamp for UNDP’s Growth Accelerator Programme

                                                                                                                                                                                          We are thrilled to share the success of our recent three-day Marketing Bootcamp,...