Sweet Salone vörur í Hollandi!

07.04.22

Síðasta vika var virkilega spennandi hjá okkur en Rósa, Regína og Suzanne hittust í Hollandi til að taka á móti Sweet Salone vörum sem voru nýkomnar þangað frá Sierra Leone. Þær unnu að því alla vikuna að setja upp búð í Fairplaza, sem er miðstöð fyrir Fairtrade sölu og munu Sweet Salone vörur því nú vera fáanlegar á B2B markaði í Benelúx löndunum.

Seinnipart mánudags byrjaði hópurinn að setja saman húsgögn fyrir búðina og tóku síðan við nokkrir dagar þar sem tekið var úr kössum frá Sierra Leone og raðað upp með hönnuðinn hana Rósu í fararbroddi.

Við erum líka sérstaklega ánægð með nýju glæsilegu umbúðirnar sem Rósa hannaði sérstaklega fyrir Lettie Stuart Pottery vörurnar sem selja á í nýju búðinni og má sjá hér á mynd.

Við erum mjög stolt af búðinni sem er nú opin fyrir fyrirtækjaeigendur í Benelúx lönsunum sem selja vörur fyrir heimili, gjafavöru og fylgihluti.

 

Upplýsingar um Fairplaza

Fairplaza er business to business (b2b) verslunarmiðstöð þar sem sýnendur geta selt lífstíls -og heimilisvörur. Í miðstöðinni eru seldar vörur frá yfir 20 löndum og bætist nú Sierra Leone við listann. Flestar vörurnar eru Fairtrade, úr hringrásarhagkerfi og/eða sjálfbærar.

https://www.fairplaza.nl/aurora/

Exciting News: Aurora Foundation’s Office Relocation!

Exciting News: Aurora Foundation’s Office Relocation!

We are thrilled to announce that the Aurora Foundation has successfully relocated to a bigger and better location! Over the past two weeks, our dedicated team has worked tirelessly to ensure a smooth transition, and we are now fully operational and eager to welcome...

Lettie Stuart Pottery School Exhibition

Lettie Stuart Pottery School Exhibition

We are delighted to share the resounding success of the recent Pottery School Exhibition held at Lettie Stuart Pottery in Waterloo on March 14th. The event, hosted by Aurora Foundation, was a vibrant celebration of the remarkable progress achieved by the students of...