Náttúra útitónleikar

Ár
Fjárhæð
Svæði
2008
ISK 10.000.000
Ísland

Glæsilegir útitónleikar voru haldnir við gömlu þvottalaugarnar í Laugardalnum sumarið 2008 þar sem Björk, Sigur Rós, Ólöf Arnalds og Ghostigital komu fram. Tónleikarnir báru yfirskriftina „Náttúra“ og tókust þeir virkilega vel. Mikil gleði og góður andi ríkti hjá áhorfendum að þeim loknum. Þegar hæst stóð voru um 30 þúsund manns í brekkunni við þvottalaugarnar. Tónleikarnir hófust kl. 17:00 og margir tónleikagestanna gerðu sér glaðan dag,  mættu vel búnir ásamt öllum fjölskyldumeðlimum, teppi og nesti, og nutu veðurblíðunnar og fallegra tóna fram eftir kvöldi. Tónleikarnir voru einnig sýndir beint á Netinu, þar sem tvær og hálf milljón manna fylgdust með.

Það var enginn aðgangseyrir að tónleikunum og var Aurora einn af styrktaraðilunum sem gerði þessa tónleika mögulega.