Stjórn Auroru hittist loksins!

30.08.21

Stjórn Auroru hittist loks í eigin persónu nú í ágúst – eftir að hafa einungis fundað á TEAMS undanfarin tvö ár!

Fundurinn stóð í tvo daga og ræddi stjórnin bæði þróun Auroru undanfarin tvö ár og lagði línurnar fyrir næstu árin. Stjórnin velti upp þróun einstakra verkefna undanfarið, einkum í ljósi aðstæðna en heimsfaraldurinn hefur vissulega haft áhrif í Sierra Leone eins og annarsstaðar. Niðurstaðan var ansi jákvæð og var stjórn ánægð með hvernig starfsfólk Auroru hafi tekst að halda góðum dampi í verkefnum á þessu erfiðum tímum. Fyrir komandi ár er stjórn Aurora metnaðarfull fyrir hönd Auroru og væntir mikillar grósku í öllum núverandi verkefnum og áhugi er á að skoða áframhaldandi tónlistarverkefni á næstu árum.

Áður en almenn fundastörf hófust hélt Aurora aðalfund þar sem farið var yfir ársreikning og ársskýrslu fyrir árið 2020 og breyting var gerð á stjórn. Birta Ólafsdóttir lét af stjórnarmennsku eftir 7 ár í stjórn. Aurora er einstaklega þakklát Birtu fyrir hennar mikla framlag til Auroru, einkum hönnun og uppsetning á skrifstofu Auroru í Sierra Leone, en einnig hefur hún stutt við framkvæmdastjóra á ýmsum sviðum í gegnum tíðina. Við óskum Birtu velfarnaðar í sýnum störfum og þökkum henni kærlega fyrir!

Nýr stjórnarmaður tók við sæti Birtu, það er Ólafur Orri Ólafsson og erum við spennt að vinna með honum í framtíðinni. Hann þekkir störf Auroru vel og hefur komið nokkrum sinnum til Sierra Leone og þekkir því til þar einnig. Velkominn til starfa Ólafur Orri Ólafsson!

Guðbjörg from KerRvk is here!

Guðbjörg from KerRvk is here!

The center busses with life everyday, and the humor and happiness in the air are very tangible. Guðbjörg is here! Guðbjörg Káradóttir is the founder of Ker, a brand based in Reykjavik Iceland. All items by Ker are designed and handmade on the wheel with passion and...

Equipping the youth of Sierra Leone for the age of digitization

Equipping the youth of Sierra Leone for the age of digitization

On Friday the 16th of December we got together with Isata Jallo. Isata Jallo was a member of  Aurora Impact’s second Cohort. We decided to meet at the launch of Freetown design and creative art network, a collaborative project between Freetown and Milan...

The power of photography

The power of photography

  Hickmatu is a young inspiring Sierra Leonean photographer, we got to know Hickmatu when she joined Aurora Impact's 3rd Cohort back in 2020. We have kept a close eye on her since then, and it has been inspiring to say the least, to see the beauty she has created...