Samstarf við Barnaheill – Save the Children á Íslandi

08.07.21

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og Aurora skrifuðu nýlega undir samstarfssamning um framleiðslu á handgerðum armböndum undir Sweet Salone verkefni Auroru í Sierra Leone. Armböndin verða síðan seld á Íslandi í fjáröflunarskyni fyrir verkefni Barnaheilla sem framkvæmd eru í Sierra Leone.

Auroru teymið er mjög spennt yfir þessu samstarfi og ekki síst vegna þess góða málstað sem sala armabandana stendur fyrir. Aurora hefur ráðið til verkefnisins handverksfólk í Freetown, í heildina tíu manns, þar af sjö konur, til þess að framleiða armböndin. Til að byrja með bauð Aurora handverksfólki sem þegar var að vinna fyrir Sweet Salone verkefni Auroru að keppa um best hannaða armbandið. Var það Hanna Samura, handverks -og markaðskona á Lumley Beach Market í Freetown sem á hönnunina sem varð fyrir valinu. Níu öðrum af Lumley Beach markaðnum var boðið að ganga til liðs við verkefnið, þar sem það kom stór pöntun af armböndum frá Barnaheill. Þessi vinna er mjög mikilvæg fyrir handverksfólkið meðal annars þar sem verkefnið kom inn þegar rigningatímabilið var nýhafið og öll venjubundin viðskipti liggja að miklu leyti niðri. Mun verkefnið auka innkomu handverksfólksins því umtalsvert á erfiðum tímum.

Vinnan byrjaði á því að allt handverksfólkið hitti teymi frá Aurora og vinnan var skipulögð í samvinnu.

The Journey of Jenneh Foday

The Journey of Jenneh Foday

                                                                                                                                                                                        In Sierra Leone, the journey of women entrepreneurs is often met with...