Aurora mun halda nýtt tölvunámskeið í október 2019. Á þessu námskeiði verður einblínt á Microsoft Office og Google Docs. Helsta breytingin frá fyrri námskeiðum er að þetta námskeið varir lengur eða þrjár vikur, í stað einnar áður. Námskeiðið er í staðinn ekki lengur ókeypis en er gjaldi haldið í lágmarki.
Styrkveiting frá UTN fyrir námskeiðahaldi
Aurora velgerðasjóður hlaut nú nýlega styrk fyrir verkefninu Valdefling ungmenna með þjálfun í upplýsingatækni og viðskiptarekstri úr sjóði Utanríkisráðuneytisins sem styrkir félagasamtök í þróunarsamvinnu. Nemur upphæð styrksins rúmum fjórum milljónum íslenskra...