Nýr samningur milli SLADEA og Auroru undirritaður

23.11.20

Nýlega skrifuðu Aurora velgerðasjóður og Sierra Leone Adult Education Association (SLADEA) undir nýjan samstarfsamning varðandi rekstur á Lettie Stuart Pottery og Leirkeraskólanum og inniheldur samningurinn m.a. stuðning frá Utanríkisráðuneyti Íslands.

Nýji samningurinn tekur í gildi nú í nóvember og er fram til aprílloka 2021. Meginmarkmið samningsins er að vinna að því að gera keramikverkstæðið sjálfbært til framtíðar. Peter Korompai og Guðbjörg Káradóttir keramikerar munu starfa fyrir hönd Auroru á tímabilinu og aðstoða við ýmsar rannsóknir ásamt því að leiðbeina á verkstæðinu og aðstoða við að auka framleiðslugetu þess. Þau þekkja vel til verkstæðisins enda hafa þau stutt við uppbyggingu þess undanfarin tvö ár.

Við erum þess fullviss að keramikverkstæðið eigi bjarta framtíð og erum full tihlökkunar að halda áfram samstarfinu.

Við undirskrift samningsins: frá vinstri – Mrs. Rugiatu Kamara Chairlady SLADEA Waterloo Branch, Mr. Bamike Williams Executive Secretary SLADEA og Regina Bjarnadottir Executive Director Aurora foundation.