Nýr meðlimur ráðgjafaráðs Auroru!

17.10.22

Alfred Akibo-Betts er nýjasti meðlimur ráðgjafaráðs Auroru, við bjóðum hann hjartanlega velkominn í Aurora fjölskylduna og hlökkum mikið til komandi samstarfs og vináttu. 

Alfred er alþjóðlega þekktur skattasérfræðingur og löggiltur endurskoðandi með yfir sextán ára reynslu. Alfred hefur ástríðu fyrir vexti frumkvöðlaiðnaðarins í Sierra Leone og hefur tekið virkan þátt í stækkun geirans með fjárfestingum, auk þess tók hann þátt í stofnun Freetown Business School. Alfreð þekkir síbreytilega skattaumhverfi Sierra Leone eins og lófann á sér. Hann hefur mikla reynslu eftir að hafa gegnt æðstu stöðum hjá skattayfirvöldum Sierra Leone, þar leiddi hann t.a.m innleiðingu á vöru- og þjónustuskatti. Að auki starfar Alfred á alþjóðavettvangi sem skattasérfræðingur fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann og Afríska skattstjórnarráðið

alfred akibo betts

Alfred hefur nú stofnað sitt eigið skattaráðgjafafyriræki í Freetown The Betts Firm, sem sérhæfir sig í að veita skattaráðgjöf og bókhaldsþjónustu. Við hjá Aurora erum himanlifandi að hafa Alfred innanborðs og hlökkum mikið til framtíðarinnar.

Ef þú vilt vita meira um Alfred smelltu hérna !
Fyrir frekari upplýsingar um Aurora Foundation ekki hika við að hafa samband; 

Netfang:Info@aurorafoundation.is
Instagram: @aurorafoundation_official og @lettiestuartpottery
Facebook: Aurora Foundation
LinkedIn: Aurora Foundation
Whatsapp: 232 (0)79728574
186 Wilkinson Road, Opposite Lumley Police Station, Freetown 

Guðbjörg from KerRvk is here!

Guðbjörg from KerRvk is here!

The center busses with life everyday, and the humor and happiness in the air are very tangible. Guðbjörg is here! Guðbjörg Káradóttir is the founder of Ker, a brand based in Reykjavik Iceland. All items by Ker are designed and handmade on the wheel with passion and...

Equipping the youth of Sierra Leone for the age of digitization

Equipping the youth of Sierra Leone for the age of digitization

On Friday the 16th of December we got together with Isata Jallo. Isata Jallo was a member of  Aurora Impact’s second Cohort. We decided to meet at the launch of Freetown design and creative art network, a collaborative project between Freetown and Milan...

The power of photography

The power of photography

  Hickmatu is a young inspiring Sierra Leonean photographer, we got to know Hickmatu when she joined Aurora Impact's 3rd Cohort back in 2020. We have kept a close eye on her since then, and it has been inspiring to say the least, to see the beauty she has created...