Nýr meðlimur ráðgjafaráðs Auroru!

17.10.22

Alfred Akibo-Betts er nýjasti meðlimur ráðgjafaráðs Auroru, við bjóðum hann hjartanlega velkominn í Aurora fjölskylduna og hlökkum mikið til komandi samstarfs og vináttu. 

Alfred er alþjóðlega þekktur skattasérfræðingur og löggiltur endurskoðandi með yfir sextán ára reynslu. Alfred hefur ástríðu fyrir vexti frumkvöðlaiðnaðarins í Sierra Leone og hefur tekið virkan þátt í stækkun geirans með fjárfestingum, auk þess tók hann þátt í stofnun Freetown Business School. Alfreð þekkir síbreytilega skattaumhverfi Sierra Leone eins og lófann á sér. Hann hefur mikla reynslu eftir að hafa gegnt æðstu stöðum hjá skattayfirvöldum Sierra Leone, þar leiddi hann t.a.m innleiðingu á vöru- og þjónustuskatti. Að auki starfar Alfred á alþjóðavettvangi sem skattasérfræðingur fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Alþjóðabankann og Afríska skattstjórnarráðið

alfred akibo betts

Alfred hefur nú stofnað sitt eigið skattaráðgjafafyriræki í Freetown The Betts Firm, sem sérhæfir sig í að veita skattaráðgjöf og bókhaldsþjónustu. Við hjá Aurora erum himanlifandi að hafa Alfred innanborðs og hlökkum mikið til framtíðarinnar.

Ef þú vilt vita meira um Alfred smelltu hérna !
Fyrir frekari upplýsingar um Aurora Foundation ekki hika við að hafa samband; 

Netfang:Info@aurorafoundation.is
Instagram: @aurorafoundation_official og @lettiestuartpottery
Facebook: Aurora Foundation
LinkedIn: Aurora Foundation
Whatsapp: 232 (0)79728574
186 Wilkinson Road, Opposite Lumley Police Station, Freetown 

Grassroot Gender Empowerment Movement

Grassroot Gender Empowerment Movement

GGEM is a Sierra Leonean microfinance institution that Aurora Foundation has been supporting since 2014. GGEM stands for Grassroots Gender Empowerment Movement. We got to meet some of GGEM successful clients and now we share their stories.  Meet Miss Mariatu Sesay!...

Pop-up markaður Sweet Salone í Freetown, 17.-19. nóvember 2022

Pop-up markaður Sweet Salone í Freetown, 17.-19. nóvember 2022

Síðastliðna helgi var pop-up markaður Sweet Salone haldinn á skrifstofu Aurora Foundation í Freetown. Aðsókn fór fram úr öllum okkar væntingum, við erum afskaplega ánægð með þátttökuna og gleðina sem ríkti alla helgina. Við hlökkum einnig gríðarlega mikið til þess að...

Aurora Impact and its 5th cohort!

Aurora Impact and its 5th cohort!

Our purpose is to empower, develop and connect using creativity and development whilst honoring traditions and culture across continents. It sounds complicated but we see it in practice every single day. It requires great work, and we are constantly re-evaluating our...